Agamál

Knattspyrnudeild Afríku sektuð vegna ummæla þjálfara

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ ákvað á fundi sínum 4. júlí síðastliðinn að sekta knattspyrnudeild Afríku um kr. 50.000,- vegna ummæla Zakaría Elíasar Anbari, þjálfara félagsins, í viðtali sem birtist á vefsíðu fotbolta.net.

Lesa meira
 

Úrskurður í máli Hamars gegn Árborg

Úrslit í leik Árborgar og Hamars í Borgunarbikar karla standa óhögguð. Á fundi sínum fimmtudaginn 4. maí tók aga- og úrskurðarnefnd KSÍ fyrir mál nr. 1/2017, Hamar gegn Árborg.

Lesa meira
 

Óúttekin leikbönn í byrjun Íslandsmóts, bikarkeppni og Meistarakeppni KSÍ 2017

KSÍ hefur tekið saman lista til upplýsinga fyrir félögin um þá leikmenn í meistaraflokki sem eiga eftir að taka út leikbönn vegna leikja fyrir keppnistímabilið 2016.  Sérstök athygli er vakin á því að gefnir eru út tveir listar, annars vegar fyrir Íslandsmót og Meistarakeppni KSÍ og hins vegar fyrir bikarkeppni KSÍ. Lesa meira
 
Þór

Úrskurðir í málum Þórs gegn ÍBV

Aga- og úrskurðarnefnd hefur úrskurðað í tveimur kærum Þórs gegn ÍBV vegna leik félaganna í 2. flokki karla.  Aga- og úrskurðarnefnd hafnað kröfum kæranda í báðum málum og standa úrslit leiksins óbreytt. Lesa meira
 

KFG og Víkingur Ó. sektuð vegna framkomu leikmanna

Á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ þann 27. september síðastliðinn voru KFG og Víkingur Ó. sektuð um 50.000 krónur hvort félag, annars vegar vegna framkomu leikmanns KFG og hins vegnar framkomu Pontus Nordenberg leikmanns Víkings Ó. Að auki úrskurðaði Aga- og úrskurðarnefnd Pontus Nordenberg í eins leiks bann vegna framkomu hans.

Lesa meira
 

Áfrýjunardómstóll KSÍ í máli Víkings Ó. gegn aga- og úrskurðarnefnd

Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur tekið fyrir mál Víkings Ólafsvíkur gegn aga- og úrskurðarnefnd KSÍ varðandi úrskurð nefndarinnar þar sem Pontus Nordberg var dæmdur í eins leiks leikbann og knattspyrnudeildin sektuð um 50.000 krónur.

Lesa meira
 
Leiknir Reykjavík

Úrskurður í máli Leiknis gegn ÍA

Á fundi sínum 13. september síðastliðinn tók Aga- og úrskurðarnefnd fyrir mál Leiknir R gegn ÍA vegna leik félaganna í 3. flokki karla.  Kærandi kærði framkvæmd leiksins. Lesa meira
 
FH

Úrskurður á máli Stjörnunnar gegn FH

Á fundi sínum 6. september síðastliðinn tók Aga- og úrskurðarnefnd fyrir mál Stjörnunnar gegn FH vegna leik liðanna í 2. flokki kvenna.  Kærandi taldi kærða hafa teflt fram ólöglega skipuðu liði Lesa meira
 
Fram

Aðstoðarþjálfari Fram í tveggja leikja bann

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ ákvað á fundi sínum 7. júlí síðastliðinn að sekta knattspyrnudeild Fram um kr. 50.000,- og úrskurða Zeljko Sankovic aðstoðarþjálfara Fram í tveggja leikja bann, vegna framkomu hans við dómara eftir leik.

Lesa meira
 

Úrskurður í máli HK/Víkings gegn Breiðablik/Augnablik

Á fundi sínum 21. júní síðastliðinn tók Aga- og úrskurðarnefnd fyrir mál HK/Víkings gegn Breiðabliki/Augnabliki vegna leik liðanna í 2. flokki kvenna.  Kærandi taldi kærða hafa teflt fram ólöglega skipuðu liði.

Lesa meira
 

Leikmaður Vestra dæmdur í þriggja leikja bann

Aga- og úrskurðarnefnd úrskurðaði á fundi, fimmtudaginn 9. júní, Vincent Broderick Steigerwald leikmann Vestra í þriggja leikja bann vegna atviks í leik Ægis og Vestra í 2. deild karla sem fram fór 4. júní síðastliðinn.

Lesa meira
 

Áfrýjunardómstóll KSÍ - Staðfestir úrskurð aga- og úrskurðarnefndar

Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur staðfest úrskurð aga-og úrskurðarnefndar um að vísa máli Stjörnunnar gegn mótanefnd KSÍ frá.  Stjarnan kærði ákvörðun mótanefndar um að fresta ekki tveimur leikjum félagsins í Pepsi-deild karla. Lesa meira
 

Úrskurður í máli Stjörnunnar gegn mótanefnd KSÍ

Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir á fundi sínum 31. maí síðastliðinn, kæru Stjörnunnar gegn mótanefnd KSÍ vegna beiðni kæranda að fresta leikjum félagsins í Pepsi-deild karla.  Aga- og úrskurðarnefnd vísaði málinu frá.

Lesa meira
 
Stjarnan

Úrskurður í máli HK/Víkings gegn Stjörnunni/Skínanda

Á fundi sínum 31. maí tók aga- og úrskurðarnefnd fyrir mál nr. 2/2016, HK/Víkingur gegn Stjörnunni/Skínanda.  HK/Víkingur taldi lið Stjörnunnar/Skínanda í viðureign liðanna í 2. flokki kvenna, ólöglega skipað.

Lesa meira
 

Fylkir og Keflavík sektuð vegna framkomu þjálfara

Á fundi aga- og úrskurðarnefndar þann 24. maí síðastliðinn voru Keflavík og Fylkir sektuð um 75.000 krónur, hvort félag, vegna framkomu þjálfaranna, Hermanns Hreiðarssonar og Þorvalds Örlygssonar. Lesa meira
 

Óúttekin leikbönn í byrjun Íslandsmóts, bikarkeppni og Meistarakeppni KSÍ 2016

Skrifstofa KSÍ hefur tekið saman lista til upplýsinga fyrir félögin um þá leikmenn í meistaraflokki sem eiga eftir að taka út leikbönn vegna leikja fyrir keppnistímabilið 2015.  Sérstök athygli er vakin á því að gefnir eru út tveir listar, annars vegar fyrir Íslandsmót og Meistarakeppni KSÍ og hinsvegar fyrir bikarkeppni KSÍ og eru þeir hér að neðan. Á listanum eru leikmenn skráðir í þau félög sem þeir fengu leikbann með.

Lesa meira
 
umf_selfoss_logo

Leikmaður Selfoss dæmdur í þriggja leikja bann

Aga- og úrskurðarnefnd úrskurðaði á fundi, miðvikudaginn 23. mars, Stefán Ragnar Guðlaugsson leikmann Selfoss í þriggja leikja bann vegna atviks í leik KA og Selfoss í Lengjubikar karla sem fram fór þann 19. mars síðastliðinn. Lesa meira
 
Afturelding

Úrskurður í máli Aftureldingar gegn Val

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur tekið fyrir mál nr. 6/2015, Afturelding gagn Val.  Kærandi taldi kærða ekki hafa farið eftir reglum varðandi framkvæmd leiks í 2. flokki  karla og úrskurðaði sýknaði Aga- og úrskurðarnefnd þann kærða af öllum kröfum kæranda. Lesa meira
 
Fylkir

Úrskurður í máli Selfoss gegn Fylki

Á fundi sínum þriðjudaginn 29. september tók aga- og úrskurðarnefnd fyrir mál nr. 5 / 2015, knattspyrnudeild Selfoss gegn knattspyrnudeild Fylkis.  Selfoss taldi lið Fylkis í viðureign liðanna í 2. flokki kvenna hafa verið ólöglega skipað.  

Lesa meira
 
Fjarðabyggð

Úrskurður á máli Tindastóls gegn Fjarðabyggð/Leiknis/Hattar

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur tekið fyrir mál nr. 4//2015, Tindastóll gegn Fjarðabyggð/Leiknir/Höttur.  Kærandi taldi kærða hafa teflt fram ólöglegum leikmanni í leik 3. flokks kvenna og úrskurðaði  Aga- og úrskurðarnefnd  kæranda í hag. Lesa meira
 

Agamál


Aðildarfélög
Aðildarfélög