Dómaramál

Byrjendanámskeið fyrir dómara haldið hjá KA - 24.1.2017

Byrjendanámskeið fyrir dómara verður haldið hjá KA í KA-heimilinu fimmtudaginn 26. janúar kl. 16:45 Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við KA.  Námskeiðið stendur í um tvær klukkustundir og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.

Lesa meira
 

Dómarar fengu FIFA-merki afhent - 20.1.2017

Hópur íslenskra dómarar fengu á dögunum afhent FIFA-merki sem staðfestir að þeir séu alþjóðlegir dómarar. Íslenskir dómarar fá margvísleg verkefni erlendis á ári hverju og hvetjum við alla sem hafa áhuga á að fá nánari upplýsingar um hvernig á að komast í dómgæslu að senda tölvupóst á magnus@ksi.is og eru konu sérstaklega hvattar til að kynna sér tækifærin sem felast í því að vera dómari.

Lesa meira
 

Byrjendanámskeið fyrir dómara þriðjudaginn 24. janúar kl. 20:00 - 18.1.2017

Byrjendanámskeið fyrir dómara verður haldið hjá Aftureldingu í Varmárskóla (yngri deild) þriðjudaginn 24. janúar kl. 20:00. Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Aftureldingu og hefst kl. 20:00.

Lesa meira
 

Byrjendanámskeið fyrir dómara í Garðinum - 12.1.2017

Byrjendanámskeið fyrir dómara verður haldið hjá Reyni/Víði í Víðishúsinu í Garðinum þriðjudaginn 17. janúar kl. 20:00. Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Reyni/Víði og hefst kl. 20:00.  Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.

Lesa meira
 

Byrjendanámskeið fyrir dómara hjá Fylki - 5.1.2017

Byrjendanámskeið fyrir dómara verður haldið hjá Fylki í Fylkisheimilinu miðvikudaginn 11. janúar kl. 17:00. Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Fylki.  Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.

Lesa meira
 

Byrjendanámskeið fyrir dómara á Selfossi - 5.1.2017

Byrjendanámskeið fyrir dómara verður haldið hjá Selfossi í Tíbrá fimmtudaginn 12. janúar kl. 18:00. Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Selfoss.  Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.

Lesa meira
 

Unglingadómaranámskeið hjá HK - 21.11.2016

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við HK og hefst kl. 18:15.  Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.

Lesa meira
 

Vilhjálmur Alvar og Gunnar Jarl dæma erlendis - 18.11.2016

Vilhjálmur Alvar Þórarinsson og Gunnar Jarl Jónsson munu í næstu viku dæma sitthvorn leikinn í UEFA Youth League.

Lesa meira
 

Nýr listi yfir alþjóðlega dómara - 10.11.2016

Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur birt nýjan lista yfir alþjóðlega dómara og er þar að finna tvo nýja aðstoðardómara. Andri Vigfússon og Oddur Helgi Guðmundsson koma inn sem nýir aðstoðardómarar. Aðalbjörn Heiðar Þorsteinssonkemur inn sem nýr Futsal dómari.


Lesa meira
 

Landsdómararáðstefna KSÍ 5. nóvember - 4.11.2016

KSÍ er með landsdómararáðstefnu um komandi helgi þar sem farið verður yfir mörg mál sem tengjast dómgæslunni.

Lesa meira
 

Erlendur Eiríksson dæmir í Wales - 21.10.2016

Erlendur Eiríksson verður dómari á leik Cefn Druids og Bala Town í welsku úrvalsdeildinni föstudaginn 21. október.  Verkefnið er hluti af dómaraskiptum á milli knattspyrnusambanda Íslands og Wales. 

Lesa meira
 
ÍR

Unglingadómaranámskeið hjá ÍR - 18.10.2016

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við ÍR og hefst kl. 19:30. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.

Lesa meira
 

Bríet dæmir vináttulandsleik í Noregi - 18.10.2016

Bríet Bragadóttir mun, fimmtudaginn 20. október nk., dæma vináttulandsleik Noregs og Svíþjóðar skipað leikmönnum 23 ára og yngri. Leikurinn fer fram í Hamar í Noregi.

Lesa meira
 

Vilhjálmur Alvar og Bryngeir dæma í Lúxemborg - 18.10.2016

Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dómari og Bryngeir Valdimarsson aðstoðardómari munu síðar í þessum mánuði sinna dómaraverkefnum í undankeppni EM U17 landsliða karla. Riðillinn sem þeir eru að dæma í fer fram í Lúxemborg og auk heimamanna eru í riðlinum lið Sviss, Tékklands og Færeyja.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

Þorvaldur og Jóhann Gunnar dæma í Belgíu - 10.10.2016

Dómararnir Þorvaldur Árnason og Jóhann Gunnar Guðmundsson eru þessa dagana við störf í Belgíu þar sem riðill í undankeppni EM U19 karla fer fram.  Þeir voru við störf á leik Kasakstan og Belgíu í fyrstu umferð og Þorvaldur dæmdi og Jóhann Gunnar var aðstoðardómari á leik Rússland og Kasakstan í 2. umferð riðilsins.

Lesa meira
 

Gunnar Jarl dæmir á Spáni í undankeppni U21 karla - 10.10.2016

Gunnar Jarl Jónsson verður í eldlínunni í kvöld þegar hann dæmir leik Spánar og Eistlands í undankeppni EM hjá U21 karla.  Leikið verður í Pontevedra á Spáni og Gunnari til aðstoðar verða þeir Birkir Sigurðarson og Gylfi Már Sigurðsson.  Varadómari verður Ívar Orri Kristjánsson. Lesa meira
 

Þóroddur og Frosti Viðar dæma á UEFA Regions Cup - 21.9.2016

Þóroddur Hjaltalín og Frosti Viðar Gunnarsson eru þessa dagana í Rúmeníu þar sem þeir dæma á UEFA Regions Cup. Um er að ræða keppni áhugamannaliða á vegum UEFA en leikið er í riðlakeppni núna. Úrslitakeppni fer fram næsta sumar.

Lesa meira
 

Dómarinn sem dæmdi úrslitaleik Meistaradeildarinnar dæmir leikinn gegn Skotlandi - 19.9.2016

Ísland mætir Skotlandi í lokaleik Íslands í undankeppni EM en leikurinn fer fram á Laugardalvelli, klukkan 17:00 á morgun, þriðjudag. Dómari leiksins er hin ungverska Katalin Kulcsar, reynslumikill dómari sem m.a. dæmdi úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu kvenna í ár. 

Lesa meira
 

Gunnar Jarl dæmir í Ungmennadeild UEFA - 12.9.2016

Gunnar Jarl Jónsson mun dæma leik Manchester City Youth og PVfL Borussia Mönchengladbach Youth í Ungmennadeild UEFA en þar eru lið skipuð leikmönnum 19 ára og yngri. 

Lesa meira
 

Þorvaldur dæmir í undankeppni U21 landsliða - 31.8.2016

Þorvaldur Árnason mun dæma leik Íra og Slóvena í undankeppni U21 EM karlalandsliða en leikið verður í Waterford, 2. september næstkomandi.  Þorvaldi til aðstoðar verða þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Gunnar Sverrir Gunnarsson og fjórði dómari verður Ívar Orri Kristjánsson.

Lesa meira
 Dómaramál
Aðildarfélög
Aðildarfélög