Dómaramál
Bríet Bragadóttir

Bríet Bragadóttir dæmir leik Íslands og Póllands í Kórnum

Fjögurra manna íslenskt dómarateymi

13.1.2015

Dómararnir í vináttuleik U23 landslið Íslands gegn Póllandi eru allir íslenskir.  Dómari verður Bríet Bragadóttir, sem valin var dómari ársins 2014 í Pepsi-deild kvenna.  Henni til aðstoðar verða þær Rúna Kristín Stefánsdóttir og Jovana Cosic, og varadómari verður Birna H. Bergstað Þórmundsdóttir.  Eftirlitsmaður leiksins er Ingi Jónsson.  


Leikurinn fer fram í Kórnum á miðvikudag kl. 18:00 og er aðgangur ókeypis.Dómaramál
Aðildarfélög
Aðildarfélög