Dómaramál

Þorvaldur dæmir í Þrándheimi

Dæmir leik Rosenborgar og Basel í Ungmennadeild UEFA

8.2.2017

Þorvaldur Árnason verður í eldlínunni í kvöld þegar hann dæmir leik Rosenborgar og Basel í Ungmennadeild UEFA en leikið er í Þrándheimi. Þorvaldi til aðstoðar verða þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Frosti Viðar Gunnarsson en fjórði dómari er norskur, Mads Folstad Skarsem.


Leikurinn er í umspili um sæti í 16 liða úrslitum keppninnar en Benfica, Dortmund og Ajax hafa þegar tryggt sér sæti í 16 liða úrslitum.
Dómaramál
Aðildarfélög
Aðildarfélög