Dómaramál

Landsdómararáðstefna 3.- 4. mars

Ráðstefnan fer fram í höfuðstöðvum KSÍ

2.3.2017

Um komandi helgi fer fram hin árlega landsdómararáðstefna KSÍ en þar hittast landsdómarar til að undirbúa sig fyrir komandi tímabil. Að venju er fenginn gestafyrirlesari erlendis frá og að þessu sinni er það Leif Lindberg sem verður gestur ráðstefnunnar.  Þetta er fyrsta af þremur landsdómararáðstefnum sem haldin er á árinu.

Leif Lindberg er fyrrum alþjóðlegur aðstoðardómari frá Svíþjóð sem hefur dæmt í úrslitakeppni EM, HM og á Ólympíuleikum sem og í undanúrslitum Meistaradeildar UEFA, svo eitthvað sé nefnt.  Hann er nú fyrirlesari og leiðbeinandi UEFA í dómaramálum.

Dómararnir hafa verið við æfingar síðan í nóvember en á námskeiðinu gangast þeir líka undir skriflegt próf ásamt því að hlýða á ýmsa fyrirlestra.

Dagskrá ráðstefnunnar er svohljóðandi:

Landsdómararáðstefna – Reykjavík 3.–4. mars 2017

Dagskrá.

 

Föstudagur 3. mars.

13:00-14:30        Æfing í Egilshöll.

17:10-17:20        Setning.

                                    Gísli Gíslason ráðstefnustjóri

17:20-17:30        Ávarp.

                                    Guðni Bergsson formaður KSÍ

17:30-18:30       Expect the unexpected

Umsjón: Leif Lindberg

18:30-18:40        Kliðfundur.         

18:40-19:00        Tölfræði

                                    Umsjón: Birkir Sveinsson

19:00-20:00        Matur Café Laugar.

20:00-20:30        Forvarnir – Undirbúningur - Endurheimt.

                                    Umsjón: Fannar Karvel.

20:30-21:00        Skriflegt próf.

                                    Umsjón: Bragi Bergmann

  

Laugardagurinn 4. mars.

09:30- 10:30      Æfing í Laugum. Spinning. Skyldumæting.

11:00-12:0           Offside incl. Cooperation with the referee.

Umsjón: Leif Lindberg

12:00-13:00        Matur Café Laugar.

13:00-14:00        Cooperation (foul play).

Umsjón: Leif Lindberg

14:00-14:30        Yfirferð skriflega prófsins.

                                    Umsjón: Bragi Bergmann

14:30-14:45        Kliðfundur.

14:45-16:00        UEFA klippur.

Umsjón: Magnús/Pjetur.

16:00                       Ráðstefnuslit.
Dómaramál
Aðildarfélög
Aðildarfélög