Fræðsla
KSÍ á Youtube

KSÍ er á Youtube!

Hægt að skoða myndbönd af ýmsu tagi

17.4.2013

KSÍ er komið á Youtube!  Ætlunin er að setja þar inn myndbönd af ýmsu tagi sem geta gagnast öllu áhugafólki um knattspyrnu.  Fyrst um sinn eru á síðunni myndbönd með auglýsingum sem leikmenn A-landsliðs kvenna léku í, sem ganga út á það að hvetja stelpur til að mæta á fótboltaæfingar.  Skellið ykkur endilega á síðuna og kíkið á þessi myndbönd, virkilega áhrifamikil myndbönd og einlæg viðtöl við landsliðskonurnar.

Youtube síða KSÍ er aðgengileg af forsíðu ksi.is, en einnig er hægt að smella hér.
Fræðsla
Aðildarfélög
Aðildarfélög