Fræðsla

Ráðstefna á vegum KSÍ og Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands 11. júní

Fyrirlesarar frá Spáni og Króatíu

6.6.2017

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands og Knattspyrnusamband Íslands standa fyrir áhugaverðri ráðstefnu í Laugardalnum í Reykjavík sunnudaginn 11. júní nk. Hingað til lands koma tveir fyrirlesarar, Ivan Kepčija frá Dinamo Zagreb í Króatíu og Carlos García Cuesta frá Spáni.

Ivan Kepčija starfar sem aðstoðar akademíustjóri hjá Dinamo Zagreb í Króatíu auk þess að vera aðstoðarlandsliðsþjálfari U19 landsliðs karla hjá Króatíu. Hann er með UEFA A þjálfaragráðu og meistaragráðu í íþróttafræði.

Ivan starfaði náið með Romeo Jozak, fræðslustjóra króatíska knattspyrnusambandsins, við gerð kennsluskrá króatíska sambandsins og mun erindi hans fjalla um það hvernig leikmenn Króatar vilja ala upp og hvaða aðferðir þeir nota.

Carlos García Cuesta er þjálfari í unglingaakademíu hjá einu af stærsta félagsliði Spánar. Hann mun fjalla um það hvernig félagið innleiðir leikaðferð sína í yngri liðin og hvernig æfingavika er skipulögð hjá félaginu, mismunandi kröfur leiksins og aðferðir sem þjálfarar félagsins nota til að ná markmiðum sínum.

Ráðstefnan fer fram í Laugardalshöllinni (bóklegt) og á grasvellinum við Suðurlandsbraut (verklegt). Ráðstefnan er opin öllum.

Ráðstefnugjaldið er 6.000 kr. fyrir meðlimi í Knattspyrnuþjálfarafélagi Íslands, sem greiða árgjaldið fyrir fimmtudaginn 8. júní, en 10.000 kr. fyrir aðra. Innifalið í verðinu er hádegisverður.

Hægt er að skrá sig hér: https://goo.gl/forms/iNa9QuLGtnXZSWP92

Ráðstefnan telur sem 9 tímar í endurmenntun á UEFA A og UEFA B þjálfaragráðum.

Dagskrá

11. júní 2017

9.30-10.30                          Króatíska leiðin - Ivan Kepčija                                              Bóklegt

11.00-12.00                        Króatíska leiðin - Ivan Kepčija                                              Verklegt

12.00-13.00                        Matarhlé

13.00-14.30                        Innleiðing leikaðferðar - Carlos García Cuesta                     Bóklegt

15.00-16.00                        Innleiðing leikaðferðar - Carlos García Cuesta                     VerklegtFræðsla
Aðildarfélög
Aðildarfélög