Fræðsla

Fjórir útskrifaðir með KSÍ markmannsþjálfaragráðu

13.6.2017

Síðastliðinn sunnudag voru fjórir markmannsþjálfarar útskrifaðir með KSÍ markmannsþjálfaragráðu. Það voru þeir Gísli Þór Einarsson, Ómar Jóhannsson, Sigmar Ingi Sigurðarson og Þorleifur Óskarsson. 

Blásið var til lítillar útskriftar að því tilefni í húsakynnum ÍSÍ en eingöngu tveir af þeim fjórum sem útskrifuðust áttu heiman gengt þennan dag, tóku við viðurkenningum sínum og skelltu sér á leik Íslands og Króatíu. Það voru þeir Ómar Jóhannsson og Þorleifur Óskarsson. Guðni Kjartansson og Sigurður Þórir Þorsteinsson, báðir meðlimir í fræðslunefnd KSÍ, afhentu Ómari og Þorleifi viðurkenningar sínar.

KSÍ er þessa dagana að vinna í því að fá markmannsþjálfaragráðuna metna sem UEFA markmannsþjálfaragráðu. Nýverið kom aðili frá UEFA hingað til lands og tók út KSÍ markmannsþjálfaragráðuna og umsókn KSÍ verður tekin fyrir á næsta fundi fræðslunefndar UEFA. Fari allt að óskum mun KSÍ hefja UEFA markmannsþjálfaragráðu næsta vetur.
Fræðsla
Aðildarfélög
Aðildarfélög