Fræðsla
Kápan af DVD disknum Tækniskóli KSÍ

Tækniskóli KSÍ gefinn til krakka sem mæta á Ísland-Færeyjar

16.9.2017

KSÍ hefur ákveðið að gefa ungum gestum á leik Íslands og Færeyja, í undankeppni HM 2019, Tækniskóla KSÍ. Diskarnir verða afhentir við inngang Laugardalsvallar eftir leikinn á meðan birgðir endast.

Tækniskólinn KSÍ er DVD diskur þar sem flinkir fótboltakrakkar sýna hátt í 100 skemmtilegar tækniæfingar sem allir geta æft sig í sjálfir til að bæta knatttækni sína. 

Leikmenn úr A-landsliði kvenna og karla taka þátt í æfingunum og gefa góð ráð í hverjum æfingaflokki fyrir sig. 
Fræðsla
Aðildarfélög
Aðildarfélög