Fræðsla

Hæfileikamót N1 og KSÍ stúlkna 2017 - Viðbótarupplýsingar

11.10.2017

Hér eru nokkrar viðbótarupplýsingar vegna Hæfileikamótun stúlkna sem fram fer á Akranesi 14-15. október. 

-Akraneshöllin er ekki upphituð og hitastig í höllinni því svipað og utandyra. Við hvetjum stúlkurnar að vera vel klæddar milli leikja. 

-Mikilvægt er fyrir stúlkurnar að vera með nesti þar sem dagskráin er nokkuð löng. 

-Einnig minnum við á að mæting er á laugardeginum kl 10:45 í Akraneshöllina – athugið að leikmenn þurfa að koma sér sjálfir á Akranes. 

Vinsamlegast komið þessum upplýsingum til ykkar leikmanna.
Fræðsla
Aðildarfélög
Aðildarfélög