Fræðsla

Markmannskóli KSÍ fyrir stúlkur á Akranesi síðastliðna helgi

35 stúlkur frá 24 félögum mættu

30.10.2017

Nú er nýlokið Markmannsskóla KSÍ fyrir stúlkur á Akranesi en þangað mættu alls 35 stúlkur frá 24 félögum. Um næstu helgi mæta svo drengir á svæðið. 

Stelpurnar fengu fjórar markmannsæfingar undir dyggri handleiðslu markmannsþjálfara á vegum KSÍ. Gist var í Grundaskóla á Akranesi. 

KSÍ kann ÍA bestu þakkir fyrir myndarlegt utanumhald. Er þetta sjötta árið sem KSÍ heldur úti Markmannsskóla KSÍ á Akranesi en öll félög sem halda úti 4. flokki geta sent tvær stúlkur og tvo drengi í Markmannsskólann. 

Hér má sjá nokkrar myndir úr Markmannsskólanum.
Fræðsla
Aðildarfélög
Aðildarfélög