Fræðsla

KSÍ markmannsþjálfaragráða 2017-2018

1.11.2017

KSÍ markmannsþjálfaragráða mun fara af stað í nóvember en þetta er í þriðja sinn sem KSÍ býður upp á þessa þjálfaragráðu. KSÍ markmannsþjálfaragráðan samanstendur af tveimur helgarnámskeiðum, verkefnavinnu og verklegu prófi.

Fyrsta helgina er 17.-19. nóvember og dagskrá má finna í viðhengi. Önnur helgin er síðan 26.-28. janúar og í kjölfarið vinna þjálfarar saman í hópum, sem endar með verklegu prófi.

Markmannsþjálfarar sem þjálfa meistara- og/eða 2. flokk í félögum í leyfiskerfi KSÍ þurfa, samkvæmt reglugerð KSÍ um menntun þjálfara, að hafa KSÍ markmannsþjálfaragráðu. En til að ná sér í þá gráðu þurfa markmannsþjálfarar einnig að vera með KSÍ B/UEFA B þjálfaragráðu.

Allar dagsetningar á námskeiðum KSÍ næstu mánuði má finna hér

KSÍ markmannsþjálfaragráða kostar 150.000 kr.

Umsóknarfrestur er til 7. nóvember. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir um að fara inn á þessa slóð til að ganga frá umsókn: 

Vinsamlegast hafið samband við Dag Svein Dagbjartsson, umsjónarmann þjálfaramenntunar, ef einhverjar spurningar vakna. Dagur er með símanúmerið 510-2977 og tölvupóstfangið dagur@ksi.is

KSÍ Markmannsþjálfaragráða
1. hluti

Dagsetning: 17.-19. nóvember 2017
Staðsetning: Höfuðstöðvar KSÍ í Laugardal og Hamarshöllin í Hveragerði

Föstudagur, 17. nóvember 2017
Bóklegt í höfuðstöðvum KSÍ
13.00-13.40 Kynning á námskeiði og þjálfaradagbók
13.40-14.20 Greining á markmanni
14.30-15.10 Greining á markmanni
15.10-15.50 Greining á hlutverki markmanns í leik
15.50-16.40 Matarhlé
16.40-17.20 Hvernig gerum við markmanninn enn betri út frá kröfum leiksins?
17.20-18.00 Hvernig gerum við markmanninn enn betri út frá kröfum leiksins?
18.10-18.50 Tímabilaskipting
18.50-19.30 Hópavinna, undirbúningur
Laugardagur, 18. nóvember 2017
Verklegt í Hamarshöllinni í Hveragerði
9.00-10.00 Upphitunarrútína markvarða
10.00-11.00 Grunnstaða
11.00-12.00 Matarhlé
12.00-14.00 Grunntækni
14.00-14.40  Skot
14.40-15.00 Hlé
15.00-16.20 Hópavinna 
Sunnudagur, 19. nóvember 2017
Verklegt í Hamarshöllinni í Hveragerði
9.00-10.40 Fyrirgjafir/koma bolta í leik hratt
10.50-12.10 Sendingar/spila bolta frá sér
12.00-13.00 Matarhlé
13.00-14.20 Vinna með varnarmönnum/ákvörðunartaka
14.15-14.30 Hlé 
14.30-15.30 Hópavinna
15.30.-16.00 Spjall og spurningar

Þátttakendur eru beðnir um að taka með sér fatnað til knattspyrnuiðkunar á laugardag og sunnudag.
Fræðsla
Aðildarfélög
Aðildarfélög