Fræðsla

KSÍ IV A þjálfaranámskeið 19.-21. janúar 2018

15.1.2018

KSÍ IV A þjálfaranámskeið verður haldið helgina 19.-21. janúar 2018. Námskeiðið fer fram í Reykjavík og Hveragerði. KSÍ IV námskeiðið skiptist í tvo hluta, KSÍ IV A og KSÍ IV B. Síðari hluti námskeiðsins verður helgina 23.-25. febrúar. 

Þátttökurétt hafa allir þjálfarar sem setið hafa KSÍ III þjálfaranámskeið og skilað verkefni af því námskeiði. Drög að dagskrá námskeiðsins má finna hér í viðhengi. 

Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar. 

Skráning er hafin en hægt er að skrá sig hér: https://goo.gl/forms/zdbI4NZZ6ianjsIf1 

Þátttökugjald á fyrra námskeiðinu er kr. 25.000. Innifalið er rúta til og frá Hveragerði á laugardegi og sunnudegi. 

Hægt er að greiða á staðnum eða með því að leggja inn á reikning Knattspyrnusambands Íslands: 0101-26-700400 Kt. 700169-3679 

Æskilegt er að fólk sem greiðir í heimabanka sendi kvittun í tölvupósti á dagur@ksi.is

Ef ykkar félag ætlar að greiða, þá þarf framkvæmdastjóri félagsins eða yfirþjálfari félagsins að staðfesta það við Dag í tölvupósti.

Dagskrá
Fræðsla
Aðildarfélög
Aðildarfélög