Fræðsla

Hæfileikamótun KSÍ og N1 á Hornafirði á miðvikudaginn

Æfingarnar fara fram í Bárunni

15.1.2018

Hæfileikamótun KSÍ og N1 verður á Hornafirði á miðvikudaginn með æfingar fyrir stelpur og stráka frá Sindra og Neista Djúpavogi. 

Þorlákur Árnason, yfirmaður Hæfileikamótunar KSÍ, hefur umsjón með æfingunum. 

Æfingarnar fara fram í Bárunni, knatthúsi Hornfirðinga, og fara fram klukkan: 

Strákar - 14:30 - 16:00 

Stelpur - 16:00 -17:30 

Þess má geta að á æfingunum taka einnig þátt stelpur og strákar úr 3. flokki.
Fræðsla
Aðildarfélög
Aðildarfélög