Fræðsla

Meiðsli, meðhöndlun og fyrirbyggjandi aðgerðir - Fyrirlestrar í höfuðstöðvum KSÍ 21. febrúar

KSÍ og Háskóli Íslands standa að fyrirlestrunum

21.2.2018

Miðvikudaginn 21. febrúar mun KSÍ og Háskóli Íslands standa fyrir fyrirlestrum um meiðsli og fyrirbyggjandi æfingar í íþróttum. Fyrirlestrarnir fara fram í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal frá 17:00-20:00. 

Aðgangseyrir er 2000kr og dagskrána má finna hér að neðan. 

Hægt er að skrá sig hér. 

Bein útsending verður frá fyrirlestrunum á heimasíðu KSÍ. 

Bein útsending

Dagskrá – 21. febrúar 2018 

17:00-17:50 

Áverkar á fremra krossbandi í hné: áhættuþættir og afleiðingar. Kristín Briem, prófessor við Námsbraut í sjúkraþjálfun. Kristín skyggnist í fræðin og greinir frá helstu vísbendingum varðandi algengi meiðslanna og þekktar langtíma afleiðingar. Einnig verður farið yfir þá áhættuþætti sem helst er verið að rannsaka og greint frá fyrstu niðurstöðum íslenskra rannsókna á sviðinu. 

18:00-18:50 

"Hvenær má ég byrja að æfa/keppa aftur?" Haraldur B. Sigurðsson, íþróttasjúkraþjáfari og doktorsnemi, Haraldur greinir frá því hvernig hæfni íþróttamanna eftir meiðsli er metin af þjálfurum/sjúkraþjálfurum. Farið verður yfir leiðir til að meta líkamlegt/andlegt ástand knattspyrnufólks eftir algeng meiðsli í fótbolta. 

18:50-19:10 

Súpa og brauð 

19:10-20:00 

Forvarnir gegn meiðslum í knattspyrnu. Elís Þór Rafnsson, íþróttasjúkraþjálfari og doktorsnemi, Elís fer yfir leiðir til að hafa áhrif á tíðni og alvarleika meiðsla í knattspyrnu. Fyrirlestrarnir gefa KSÍ A og KSÍ B þjálfurum 4 tíma í endurmenntun á sínum þjálfaragráðum. Áhugasamir þjálfarar sem ekki komast á fyrirlestrana geta fengið sendar upptökur af fyrirlestrunum, og svarað nokkrum spurningum í kjölfarið til að fá endurmenntunarstigin.

Fræðsla
Aðildarfélög
Aðildarfélög