Fréttir

Freyr Alexandersson: “Gaman að fá Færeyjar” - 25.4.2017

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, er ánægður með að fá að mæta Færeyingum í undankeppni HM 2019 en Færeyingar eru nú í fyrsta sinn með í undankeppni HM kvenna.

Lesa meira
 

Valskonum spáð sigri í Pepsi-deild kvenna 2017 - 25.4.2017

Í dag fór fram hinn árlegi kynningarfundur Pepsideildar kvenna og fór hann fram í húsakynnum Ölgerðarinnar.  Að venju var kynnt spá forráðamanna félaganna og er Valskonum spáð titlinum og Breiðablik öðru sæti.  Fylki og Haukum er spáð falli í 1. deild.

Lesa meira
 

Ísland í riðli með Þýskalandi í undankeppni HM kvenna 2019 - 25.4.2017

Ísland er í riðli með Þýskalandi, Tékklandi, Slóveníu og Færeyjum í undankeppni HM kvenna 2019. Riðill Íslands er nokkuð sterkur þar sem Þýskaland er augljóslega sterkasti mótherjinn.

Lesa meira
 

Dregið í dag í undankeppni HM kvenna - 25.4.2017

Í hádeginu í dag verður dregið í riðla í undankeppni HM kvenna. Ísland er meðal þjóða og er íslenska liðið núna í öðrum styrkleikaflokki. Það kemur svo í ljós fljótlega eftir dráttinn hvenær íslenska liðið hefur leik í undankeppninni.

Lesa meira
 

Valur vann Meistarakeppni KSÍ - 25.4.2017

Valur vann í gærkveldi 1-0 sigur gegn FH í Meistarakeppni KSÍ þar sem Íslands- og bikarmeistarar seinasta tímabils mætast. Það var Haukur Páll Sigurðsson sem skoraði eina mark leiksins á 42. mínútu.

Lesa meira
 

Kynningarfundur Pepsi-deildar kvenna er í dag - 24.4.2017

Kynningarfundur vegna Pepsi-deildar kvenna verður á morgun, þriðjudag, í Ölgerðinni á Grjóthálsi. Á fundinum munu fulltrúar allra félaga í deildinni mæta til að svara spurningum fjölmiðla um mótið sem er framundan auk þess sem spá forráðamanna liðanna verður birt.

Lesa meira
 

Keppni í Borgunarbikar karla er hafin - 24.4.2017

1. umferð Borgunarbikars karla hófst 17. apríl en alls hafa 25 leikir nú þegar farið fram. Síðasti leikur 1. umferðar fer fram í kvöld þegar Stál-úlfur tekur á móti Njarðvík á gervigrasinu við Kórinn í Kópavogi og hefst leikurinn kl. 18:45

Lesa meira
 

Breytingar á knattspyrnulögunum 2017 - 24.4.2017

Breytingar sem Alþjóðanefnd knattspyrnusambanda (IFAB) gerir á knattspyrnulögunum hverju sinni taka alla jafna ekki gildi fyrir en 1. júní ár hvert, en að fenginni heimild IFAB tók stjórn KSÍ þá ákvörðun að nýja útgáfa laganna taki gildi í knattspyrnuleikjum á vegum KSÍ 2017.

Lesa meira
 

Vinnufundur um framkvæmd leikja miðvikudaginn 26. apríl - 24.4.2017

Árlegur vinnufundur um framkvæmd leikja og önnur mál verður haldinn miðvikudaginn 26. apríl kl. 11:00 í höfuðstöðvum KSÍ. Að þessu sinni verður sameiginlegur fundur fyrir félög sem eru með lið í Pepsídeildum karla og kvenna auk Inkasso deildar.

Lesa meira
 

Meistarakeppni KSÍ karla í kvöld, mánudaginn 24. apríl - 24.4.2017

Valsmenn og FH-ingar leiða í kvöld saman hesta sína í Meistarakeppni KSÍ. Þar mætast Íslandsmeistarar og bikarmeistarar seinasta tímabils og eru það að þessu sinni FH og Valur sem mætast á Valsvelli.

Lesa meira
 

Breiðablik vann meistarakeppni KSÍ - 21.4.2017

Breiðablik vann í kvöld 3-0 sigur á Stjörnunni í Meistarakeppni KSÍ þar sem Íslands- og bikarmeistarar seinasta tímabils mætast. Breiðablik komst í 2-0 í fyrri hálfleik og bætti við marki í seinni hálfleik úr víti og vann að lokum 3-0 sigur.

Lesa meira
 

Unnið að þróun UEFA A markmannsþjálfaragráðu - 21.4.2017

Vinna við að fá markmannsnámskeið KSÍ samþykkt og metið sem UEFA A markmannsþjálfaranámskeið er á lokastigi. KSÍ býður sem stendur upp á KSÍ markmannsþjálfaragráðu og hefur haldið tvö slík námskeið undanfarin 5 ár.

Lesa meira
 

Meistarakeppni KSÍ kvenna á föstudaginn - 19.4.2017

Meistarakeppni kvenna fer fram á Samsung vellinum á föstudaginn og hefst leikurinn kl. 19:15. Stjarnan varð Íslandsmeistari seinasta sumar en Breiðablik vann Borgunarbikarinn eftir að hafa lagt ÍBV að 3-1 á Laugardalsvelli.

Lesa meira
 

A karla - Miðasala á Finnland - Ísland hefst í dag, mánudag - 19.4.2017

Miðasala á leik Finnlands og Íslands í undankeppni HM sem fram fer laugardaginn 2. september í Finnlandi hefst mánudaginn 24. apríl klukkan 12:00 á Miði.is.

Lesa meira
 

Valur er Lengjubikarmeistari kvenna 2017 - 17.4.2017

Er Lengjubikarmeistari kvenna 2017 eftir sigur 2-1 sigur í úrslitaleiknum sem fram fór í Egilshöll. Leikurinn var hinn fjörugasti en Stefanía Ragnarsdóttir kom Val yfir á 14. mínútu en Fanndís Friðriksdóttir jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks og var jafnt í hálfleik.

Lesa meira
 

KR Lengjubikarmeistari karla 2017 - 17.4.2017

KR er Lengjubikarmeistari karla eftir 4-0 sigur á Grindavík í úrslitaleiknum sem fram fór í Egilshöll. KR komst yfir á 29. mínútu er Óskar Örn Hauksson skoraði með þrumuskoti eftir að KR fékk aukaspyrnu fyrir utan vítateig Grindavíkur, Pálmi Rafn renndi knettinum á Óskar sem skoraði með þrumufleyg.

Lesa meira
 

Lengjubikarinn - Leikið til úrslita á mánudaginn (annan í páskum) í Egilshöll - 15.4.2017

Það er leikið til úrslita í Lengjubikarnum á mánudaginn (annan í páskum) en úrslitaleikir karla og kvenna munu þá fara fram Í Egilshöll. Klukkan 14:00 er leikið til úrslita í Lengjubikar karla þar sem Grindavík mætir KR. Valur mætir svo Breiðablik í úrslitum Lengjubikars kvenna en leikurinn fer fram klukkan 16:30.

Lesa meira
 

U19 kvenna - Jafntefli gegn Ungverjum - 13.4.2017

U19 kvenna gerði 1-1 jafn­tefli við Ung­verja­land þegar liðin mætt­ust í vináttu­lands­leik á Grosics Gyula Stadi­on í Tata­bánya í Ung­verjalandi í morg­un. Anna Rakel Pét­urs­dótt­ir skoraði mark Íslands á 25. mínútu leiksins en Anna átti glæsilegt skot sem endaði í marki ungverska liðsins.

Lesa meira
 

U19 kvenna - Ísland mætir Ungverjum í fyrramálið, fimmtudag - 12.4.2017

U19 kvenna leikur í fyrramálið, fimmtudag, seinni vináttuleikinn gegn Ungverjalandi. Liðin mættust á þriðjudaginn var og unnu Ungverjar þá 2-0 sigur. Leikirnir eru hluta af undirbúningi liðanna fyrir komandi verkefni.

Lesa meira
 

Óúttekin leikbönn í byrjun Íslandsmóts, bikarkeppni og Meistarakeppni KSÍ 2017 - 12.4.2017

KSÍ hefur tekið saman lista til upplýsinga fyrir félögin um þá leikmenn í meistaraflokki sem eiga eftir að taka út leikbönn vegna leikja fyrir keppnistímabilið 2016.  Sérstök athygli er vakin á því að gefnir eru út tveir listar, annars vegar fyrir Íslandsmót og Meistarakeppni KSÍ og hins vegar fyrir bikarkeppni KSÍ. Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög