Fréttir

FYLKIR er Inkassso-deildarmeistari 2017 - 23.9.2017

Fylkir varð i dag Inkasso-deildarmeistari 2017 en liðið vann 2-1 sigur á ÍR í lokaumferðinni á meðan Keflavík tapaði 2-1 gegn HK. Fylkir er því meistari með 48 stig.

Lesa meira
 

Pepsi deild kvenna - Þór/KA getur tryggt sér titilinn - 22.9.2017

Næstsíðasta umferð Pepsi deildar kvenna er leikin föstudaginn 22. september og laugardaginn 23. september. Þór/KA getur þar tryggt sér titilinn með sigri í sínum leik, eða ef Breiðablik vinnur ekki Stjörnuna.

Lesa meira
 

Inkasso - Síðasta umferð deildarinnar fer fram laugardaginn 23. september - 22.9.2017

Síðasta umferð Inkasso-deildarinnar fer fram laugardaginn 23. september og hefjast allir leikirnir klukkan 14:00. Ljóst er að Keflavík og Fylkir fara upp í Pepsi deildina og Grótta og Leiknir F. falla í 2. deild. Það er þó enn óráðið hvort Fylkir eða Keflavík vinna titilinn.

Lesa meira
 

Pepsi deild karla - Fjölnir mætir FH í dag - 21.9.2017

Einn leikur er í Pepsi deild karla í dag, en um er að ræða viðureign sem var frestað í 15. umferð. Fjölnir taka á móti FH á Extra vellinum í Grafarvogi og hefst leikurinn klukkan 16:30.

Lesa meira
 

Dómur áfrýjunardómstóls KSÍ í máli Stjörnunnar gegn Breiðablik - 19.9.2017

Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur staðfest úrskurð aga- og úrskurðarnefndar í kærumáli nr. 7/2017, Stjarnan gegn Breiðablik, en Stjarnan hafði áfrýjað úrskurði nefndarinnar um að úrslit í leik Breiðablik 1 gegn Stjörnunni í Íslandsmóti  4. flokks kvenna a-liða skyldu standa óbreytt.

Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Ísland - Kósóvó : Miðar fyrir handhafa A og DE skírteina - 19.9.2017

Handhafar A og DE skírteina frá KSÍ fá afhenta aðgöngumiða á leik Íslands og Kósóvó í undankeppni HM A landsliða karla, fimmtudaginn 21. september frá kl.12:00 á hádegi til kl. 16:00, eða á meðan birgðir endast. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis.

Lesa meira
 

Valur Íslandsmeistari 2017 - 19.9.2017

Valur er Íslandsmeistari karla í knattspyrnu en ekkert lið getur náð Val að stigum þegar tvær umferðir eru eftir af Pepsi-deildinni. Valur er með 44 stig eða 9 stiga forskot í deildinni en Stjarnan kemur næst með 35 stig og þá FH með 34 stig.

Lesa meira
 

Alþjóðaleikar Asparinnar fóru fram 16. september í Egilshöll - 19.9.2017

Alþjóðaleikar íþróttafélagsins Asparinnar fóru fram 16. september síðastliðinn í Egilshöll. Á mótinu kepptu 12 lið og var leikið í tveimur riðlum. Þess má geta að gestalið komu frá Færeyjum og eyjunni Mön, einnig keppti 4. flokkur Fjölnis sem gestalið.

Lesa meira
 

A kvenna - 8-0 sigur á Færeyjum í fyrsta leik í undankeppni HM 2019 - 18.9.2017

Ísland vann stórsigur á Færeyjum í kvöld, en leikurinn endaði 8-0 fyrir Ísland. Stelpurnar stjórnuðu leiknum frá upphafi og var aldrei spurning hvaða lið myndi enda sem sigurvegari í lok leiks.

Lesa meira
 

A kvenna - Byrjunarlið Íslands gegn Færeyjum - 18.9.2017

Freyr Alexandersson hefur valið þá 11 leikmenn sem hefja leik gegn Færeyjum í dag. Þetta er fyrsti leikur Íslands í undankeppni HM 2019.

Lesa meira
 

UEFA Pro þjálfaranámskeið í Svíþjóð - 18.9.2017

KSÍ og Knattspyrnusamband Svíþjóðar hafa komist að samkomulagi um að einn íslenskur þjálfari, með KSÍ A þjálfararéttindi, fái að sitja næsta UEFA Pro þjálfaranámskeið Svía. Námskeiðið hefst í janúar 2018.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun KSÍ og N1 á Suðurlandi - 18.9.2017

Hæfileikamótun KSÍ og N1 fer fram á Selfossi föstudaginn 22. september. Æfingarnar eru fyrir stelpur sem eru fæddar 2003 og 2004. Það er Dean Martin sem fer fyrir verkefninu. 

Lesa meira
 

Hæfileikamótun N1 og KSÍ í Reykjavík - 18.9.2017

Hæfileikamótun KSÍ og N1 fyrir stelpur og drengi á höfuðborgarsvæðinu verður í Egilshöll laugardaginn 23. september og sunnudaginn 24. september. Eru þetta æfingar fyrir 2003 og 2004 árganga.

Lesa meira
 

U19 kvenna - Tap fyrir Þjóðverjum í síðasta leik, 0-1 - 18.9.2017

U19 ára lið kvenna lék á mánudaginn síðasta leik sinn í undanriðli sínum fyrir EM 2018. Mótherjar liðsins í dag voru Þýskaland og tapaðist leikurinn 0-1.

Lesa meira
 

Stuðningsmannasvæði fyrir leik Íslands og Færeyja - 18.9.2017

Stuðningsmannasvæði eða Fan Zone verður fyrir leik Íslands gegn Færeyjum í dag, þar sem áhorfendur geta hitað upp fyrir leikina og byggt upp stemningu.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Undankeppni HM - Ísland mætir Færeyjum kl. 18:15 - Leikskrá - 18.9.2017

Ísland mætir Færeyjum í undankeppni HM 2019 í kvöld og fer leikurinn fram á Laugardalsvelli.  Leikurinn hefst kl. 18:15 og er frítt á völlinn.  Þetta er fyrsti leikur Íslands í þessari undankeppni og jafnframt í fyrsta skiptið sem þessar þjóðir mætast í mótsleik hjá A landsliði kvenna.

Lesa meira
 

Pepsi deild karla - Leik Víkings Ólafsvíkur og Víkings Reykjavíkur frestað - 17.9.2017

Leik Víkings Ó og Víkings R í Pepsi-deild karla sem vera átti í dag hefur verið frestað til morguns.

Lesa meira
 

Pepsi deild karla - Fimm leikir í dag - 17.9.2017

Fimm leikir fara fram í Pepsi deild karla í dag og getur Valur orðið Íslandsmeistari með sigri í leik sínum gegn Fjölni.

Lesa meira
 

KSÍ styrkir söfnunarátak Á allra vörum - 15.9.2017

Leikmenn og þjálfarar A landsliðs kvenna fengu í dag varaglossa að gjöf frá KSÍ. Varaglossarnir eru frá Á allra vörum sem nú standa að söfnunarátaki áttunda sinn.

Lesa meira
 

A kvenna - Fyrsti leikur í undankeppni HM 2019 - 15.9.2017

A landslið kvenna spilar sinn fyrsta leik í undankeppni HM 2019, og sinn fyrsta síðan liðið lék á EM í sumar, mánudaginn 18. september. Mótherjar liðsins í þeim leik eru Færeyjar, en þær eru að taka þátt í undankeppni stórmóts í fyrsta sinn.

Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög