Fréttir

Byrjendanámskeið fyrir dómara haldið hjá KA - 24.1.2017

Byrjendanámskeið fyrir dómara verður haldið hjá KA í KA-heimilinu fimmtudaginn 26. janúar kl. 16:45 Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við KA.  Námskeiðið stendur í um tvær klukkustundir og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.

Lesa meira
 

Vinnufundur um Afreksstefnur og Afreksstarf - 24.1.2017

Laugardaginn 21. janúar komu saman fulltrúar 36 félaga á vinnufund í KSÍ. Efni fundarins var Afreksstefnur og Afreksstarf KSÍ og félaganna. Fulltrúunum var skipt í umræðuhópa þar sem fyrrnefnd efni voru rædd, sem og hvernig félögin og KSÍ geta unnið saman að afreksmálum.

Lesa meira
 

Námskeið með fitness þjálfara A-landsliðs karla - 23.1.2017

Dagana 4. og 5. febrúar mun Sebastian Boxleitner, fitness þjálfari A-landsliðs karla í knattspyrnu, halda námskeið hér á landi um fyrirbyggjandi þjálfun, sérhæfða upphitun og hraðaþjálfun knattspyrnumanna. Námskeiðið verður haldið í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal.

Lesa meira
 

Súpufundur KSÍ - Yfirþjálfari ÍA fjallar um uppbyggingu félagsins - 23.1.2017

Miðvikudaginn 25. janúar kl. 12.00 mun Jón Þór Hauksson, yfirþjálfari yngri flokka ÍA, halda fyrirlestur í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum. Jón Þór mun fjalla um þjálfun leikmanna hjá ÍA, uppbyggingu félagsins og samstarf ÍA við Knattspyrnufélagið Kára á Akranesi.

Lesa meira
 

A karla – Landsliðið tilnefnt í nýjum flokki Laureus samtakanna - 23.1.2017

Eins og fram hefur komið var íslenska karlalandsliðið tilnefnt til Laureus verðlaunanna í flokknum „Breakthroug of the Year“. Laureus samtökin hafa nú ákveðið að veita í fyrsta skipti verðlaun í nýjum flokki sem þeir kalla „The Laureus Best Sporting Moment of the Year“ og er íslenska landsliðið einnig tilnefnt í þeim flokki.

Lesa meira
 

Dómarar fengu FIFA-merki afhent - 20.1.2017

Hópur íslenskra dómarar fengu á dögunum afhent FIFA-merki sem staðfestir að þeir séu alþjóðlegir dómarar. Íslenskir dómarar fá margvísleg verkefni erlendis á ári hverju og hvetjum við alla sem hafa áhuga á að fá nánari upplýsingar um hvernig á að komast í dómgæslu að senda tölvupóst á magnus@ksi.is og eru konu sérstaklega hvattar til að kynna sér tækifærin sem felast í því að vera dómari.

Lesa meira
 

Frumdrög að leikdögum í landsdeildum - 20.1.2017

Mótanefnd KSÍ hefur birt á vef KSÍ frumdrög að leikjaniðurröðun í landsdeildum karla og kvenna (Pepsi-deild karla og kvenna, Inkasso-deild karla, 1. deild kvenna, 2. deild karla og 3. deild karla). Leikdagar Borgunarbikarsins hafa einnig verið birtir á vef KSÍ.

Lesa meira
 

Kosningar í stjórn á 71. ársþingi KSÍ - 20.1.2017

Framboð til stjórnar KSÍ skal skv. 15. grein laga KSÍ berast skrifstofu KSÍ skriflega minnst hálfum mánuði fyrir þing eða í síðasta lagi 28. janúar nk. Kjörnefnd er þó heimilt að samþykkja framboð sem fram kemur síðar ef nægjanlegur fjöldi hefur ekki tilkynnt framboð sitt innan tilkynningarfrests.

Lesa meira
 

U19 karla - Úrtaksæfingar 27.-29. janúar - 20.1.2017

Valdir hafa verið leikmenn til þátttöku í úrtaksæfingum U19 ára landsliðs karla. Æfingarnar fara fram 27.-29. janúar undir stjórn Þorvaldar Örlygssonar. 

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ IV A þjálfaranámskeið 27.-29. janúar 2017 - 19.1.2017

KSÍ IV A þjálfaranámskeið verður haldið helgina 27.-29. janúar 2017. Námskeiðið fer fram í Reykjavík og Hveragerði. Sú breyting hefur orðið að nú er KSÍ IV námskeiðinu skipt í tvo hluta, KSÍ IV A og KSÍ IV B. Síðari hluti námskeiðsins verður helgina 17.-19. febrúar.

Lesa meira
 

EM 2017 - Barnamiðar eru uppseldir - 18.1.2017

Miðasala á leiki Íslands á EM 2017 gengur vel. Barnamiðar eru uppseldir á leikina en það eru miðar sem voru seldir með 50% afslætti. Hægt er að kaupa miða á leiki Íslands í verðsvæði 2 á fullu verði en þeir gilda jafnt fyrir börn sem fullorðna.

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar U16 kvenna og karla - 18.1.2017

Valdir hafa verið leikmenn til þátttöku í úrtaksæfingum U16 kvenna og karla. Úrtaksæfingar U16 kvenna fara fram 20. - 22. janúar næstkomandi og úrtaksæfingar U16 karla fara fram 27. - 29. janúar.

Lesa meira
 

Landshlutaæfingar U16 drengja á Norðurlandi - 18.1.2017

Valdir hafa verið 24 drengir til þátttöku í landshlutaæfingum U16 drengja á Norðurlandi. Æfingarnar fara fram í Boganum 11. febrúar undir stjórn Dean Martin.

Lesa meira
 

Byrjendanámskeið fyrir dómara þriðjudaginn 24. janúar kl. 20:00 - 18.1.2017

Byrjendanámskeið fyrir dómara verður haldið hjá Aftureldingu í Varmárskóla (yngri deild) þriðjudaginn 24. janúar kl. 20:00. Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Aftureldingu og hefst kl. 20:00.

Lesa meira
 

Búið er að draga í töfluröð í Pepsi-deild karla - 16.1.2017

Búið er að draga í töfluröð í Pepsi-deild karla og er hægt að sjá leiki mótsins í á vef KSÍ. Íslandsmeistarar FH hefja titilvörnina á Akranesi þar sem þeir mæta ÍA. 

Lesa meira
 

A karla - Ísland í 2. sæti á China Cup - 15.1.2017

Ísland endaði í 2. sæti China Cup eftir að tapa 1-0 gegn Síle í úrslitaleiknum. Eina mark leiksins kom á 19. mínútu en það var Angelo Sagal sem skoraði markið með skalla. Íslenska liðið fékk ágæt færi til að jafna metin í leiknum en hafði ekki árangur sem erfiði og svo fór að Síle fagnaði sigri.

Lesa meira
 

A karla - Úrslitaleikur China Cup í dag - Byrjunarlið Íslands - 15.1.2017

Ísland mætir Síle í úrslitaleiknum á China Cup kl. 7:35 í dag, sunnudag. Leikurinn fer fram á Guangxi Sports Centre Stadium í Nanning.

Lesa meira
 

A karla – Ísland og Síle eigast við á morgun - Viðtöl - 14.1.2017

Ísland mætir Síle í úrslitaleiknum á China Cup kl. 7:35 á morgun, sunnudag. Leikurinn fer fram á Guangxi Sports Centre Stadium í Nanning.

Lesa meira
 

Árlegur vinnufundur um leyfismál - 13.1.2017

Árlegur vinnufundur með endurskoðendum og leyfisfulltrúum félaga var haldinn í höfuðstöðvum KSÍ á mánudag og var hann að venju vel sóttur af fulltrúum félaga í efstu tveimur deildum karla, sem eru þær deildir sem undirgangast leyfiskerfi KSÍ.

Lesa meira
 

A karla - Skemmtileg heimsókn í kínverskan skóla - Myndband - 13.1.2017

Undirbúningur landsliðsins fyrir úrslitaleik China Cup hefur gengið vel. 8 klukkustunda tímamismunur á milli Íslands og Kína og hafa leikmenn átt misauðvelt með að aðlagast þessum tímamismun. Þrátt fyrir það er virkilega góður andi í hópnum og allir ákveðnir í að eiga góðan leik á sunnudag.

Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög