Fréttir

Meistaradeild kvenna - Stjarnan úr leik eftir markalaust jafntefli gegn Slavia Prag - 16.11.2017

Stjarnan er úr leik í Meistaradeild kvenna eftir markalaust jafntefli gegn Slavia Prag, en leikið var ytra.


Lesa meira
 
Russia 2018 Tickets

HM 2018 - Annar hluti miðasölu hefst fimmtudaginn 16. nóvember - 15.11.2017

Fimmtudaginn 16. nóvember opnar FIFA annan hluta miðsölu á HM í Rússlandi 2018. Miðasalan opnar kl. 09:00 (að íslenskum tíma) á FIFA.com/tickets og stendur þessi hluti miðasölunnar til 28. nóvember.

Lesa meira
 

Félagaskipti í Pepsi-deild kvenna í FIFA TMS - 15.11.2017

Þann 31. október síðastliðinn tilkynnti Alþjóða Knattspyrnusambandið FIFA að félagaskiptakerfi þeirra FIFA ITMS (FIFA International Transfer Matching System) skyldi notað fyrir félagaskipti kvenna á milli landa. Þá er átt við félagaskipti þeirra leikmanna sem fara á leikmannssamninga.

Lesa meira
 

Leyfisferlið fyrir 2018 hafið - 15.11.2017

Í samræmi við leyfisreglugerð KSÍ (útg. 3.2.) hefur þeim félögum sem hyggjast sækja um þátttökuleyfi í Pepsi-deild karla og Inkasso-deild karla árið 2018 verið sendar nauðsynlegar upplýsingar, áður en vinna við leyfisumsókn hefst. Leyfisferlið hefst formlega 15.nóvember ár hvert.

Lesa meira
 

Árlegur fundur formanna og framkvæmdastjóra aðildarfélaga KSÍ 25. nóvember - 15.11.2017

Árlegur fundur formanna og framkvæmdastjóra aðildarfélaga KSÍ fer fram laugardaginn 25. nóvember næstkomandi kl. 13:00-16:00 í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli. Til fundarins eru boðaðir formenn og framkvæmdastjórar aðildarfélaga KSÍ.

Lesa meira
 

A karla - 1-1 jafntefli gegn Katar - 14.11.2017

Ísland gerði í dag 1-1 jafntefli við Katar, en leikurinn var seinni leikur liðsins í Katar. Viðar Örn Kjartansson skoraði mark Íslands um miðjan fyrri hálfleik, en heimamenn jöfnuðu í uppbótartíma í seinni hálfleik.

Lesa meira
 

U21 karla - Frábær 3-2 sigur gegn Eistlandi ytra - 14.11.2017

U21 ára lið karla vann frábæran 3-2 sigur á Eistlandi í dag eftir að hafa lent 2-0 undir í upphafi seinni hálfleiks, en leikið var ytra.

Lesa meira
 

U21 - Byrjunarliðið gegn Eistlandi komið - 14.11.2017

U21 ára lið karla leikur í dag gegn Eistlandi í undankeppni EM 2019, en leikið er ytra og hefst leikurinn klukkan 16:00 að íslenskum tíma. Byrjunarlið leiksins er komið og má sjá hér í fréttinni.

Lesa meira
 

U19 karla - 2-1 sigur gegn Færeyjum - 14.11.2017

U19 ára lið karla vann í dag Færeyjar 2-1 í síðasta leik sínum í undankeppni EM 2018. 

Lesa meira
 

A karla - Byrjunarliðið gegn Katar - 14.11.2017

Heimir Hallgrímsson hefur valið þá leikmenn sem hefja leik gegn Katar í vináttuleik í dag. Leikurinn hefst kl. 16:30 að íslenskum tíma og verður sýndur beint á Stöð 2 sport.

Lesa meira
 

U23 kvenna - Æfingahópur valinn - 14.11.2017

Freyr Alexandersson hefur valið eftirtalda leikmenn til æfinga dagana 24.-26. nóvember. Æfingarnar fara fram í Kórnum.

Lesa meira
 

FIFA WORLD CUP™ Trophy Tour í boði Coca-Cola kemur til Íslands - 14.11.2017

Þann 25. mars næstkomandi mun hinn eini sanni HM-bikar koma til Íslands í boði Coca-Cola. Þetta er í fjórða skiptið sem bikarinn fer í slíka reisu í aðdraganda heimsmeistaramóts en bikarinn mun að þessu sinni fara til yfir 50 landa.

Lesa meira
 

U19 karla - Ísland mætir Færeyjum í síðasta leik sínum í undankeppni EM 2018 - Byrjunarliðið komið - 13.11.2017

U19 ára lið karla leikur í dag síðasta leik sinn í undankeppni EM 2019, en mótherjar dagsins eru Færeyjar. Hefst leikurinn klukkan 12:30 að íslenskum tíma en leikið er í Búlgaríu.

Lesa meira
 

U21 karla - Ísland mætir Eistlandi ytra á morgun - 13.11.2017

U21 ára lið karla mætir Eistlandi á morgun í undankeppni EM 2019, en leikið er ytra. Þetta er fimmti leikur liðsins í riðlinum, en hann hefst klukkan 16:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Ari Freyr Skúlason

Katar - Ísland í Doha á þriðjudag - 13.11.2017

A landslið karla er um þessar mundir statt í æfingabúðum í Katar og hefur þegar leikið einn vináttuleik, 1-2 tap gegn Tékkum á miðvikudag í síðustu viku.  Seinni leikurinn í þessu verkefni er gegn heimamönnum í Katar, og fer hann fram á þriðjudag í Doha.

Lesa meira
 
Omar al Yaquobi

Omar al Yaquobi dæmir leik Katars og Íslands - 13.11.2017

A landslið karla mætir Katar í vináttulandsleik á þriðjudag.  Leikið er í Doha, en íslenska liðið mætti Tékkum á sama stað í síðustu viku, auk þess sem Tékkland og Katar mættust síðastliðinn laugardag.  Dómarinn í leik Katars og Íslands kemur frá Óman og heitir hann Omar al Yaquobi. Lesa meira
 

Byrjendanámskeið fyrir dómara verður haldið hjá HK í Kórnum mánudaginn 20. nóvember kl. 20:00 - 13.11.2017

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við HK og hefst kl. 20:00. Námskeiðið stendur yfir í um tvær klukkustundir og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.

Lesa meira
 

U19 kvenna - 22 leikmenn valdir til þátttöku í æfingum - 13.11.2017

Þórður Þórðarson, þjálfari U19 ára landsliðs kvenna, hefur valið 22 leikmenn til þátttöku í æfingum sem fram fara í Kórnum og Egilshöll 24.-26. nóvember nk.

Lesa meira
 

Keppni hafin í Futsal - Tveir riðlar fóru fram um helgina - 13.11.2017

Keppni hófst um helgina í Futsal, íslandsmóti innanhús, þegar keppni í tveimur riðlum í flokki karla fór fram.

Lesa meira
 

U19 karla - 1-2 tap gegn Englandi - 10.11.2017

U19 ára lið karla tapaði 1-2 fyrir Englandi í öðrum leik sínum í undankeppni EM 2019, en leikið er í Búlgaríu. Það var Daníel Hafsteinsson sem skoraði mark Íslands.

Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög