Fréttir

Pepsi-deildin

Breyttur leiktími á leik Víkings Ólafsvíku og Vals - 20.7.2017

Vegna þáttöku Vals í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar hefur eftirfarandi leik verið breytt:

Lesa meira
 

EM 2017 - Upplýsingar um leik Íslands og Sviss í Doetinchem - 20.7.2017

Annar leikur Íslands fer fram á De Vijverberg vellinum í Doetinchem. Þar mun íslenska liðið mæta Sviss, en þær töpuðu fyrir Austurríki í fyrsta leik sínum, 0-1. Á vellinum leikur De Graafschap leiki sína, en völlurinn tekur 12.600 manns í sæti.

Lesa meira
 

Enskir dómarar að störfum hér á landi - 20.7.2017

Ensku dómararnir Peter Wright og Martin Coy verða að störfum hér á landi á næstum dögum, en þeir eru hér sem hluti af verkefni knattspyrnusambanda Íslands og Englands um dómaraskipti. Þeir munu dæma leiki í Inkasso-deildinni sem og verða aðstoðardómarar á leik í Pepsi-deild karla.

Lesa meira
 

Danskur dómari dæmir leik Þróttar og ÍR í Inkasso-deildinni - 20.7.2017

Danskir dómarar munu dæma leik Þróttar Reykjavíkur og ÍR í Inkasso-deildinni föstudaginn 21. júlí og fer leikurinn fram á Eimskipsvellinum í Laugardal. Jonas Hansen er dómari leiksins en annar af aðstoðardómurunum kemur einnig frá Danmörku og heitir Danny Kolding.

Lesa meira
 

KR og Valur leika í Evrópudeildinni í kvöld  - 20.7.2017

KR og Valur leika í dag seinni leiki sína í 2. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar

Lesa meira
 

Breyttur leiktími á leik FH og Leiknis Reykjavíkur - 19.7.2017

Vegna þáttöku FH í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu hefur leik liðsins gegn Leikni Reykjavík í undanúrslitum Borgunarbikarsins verið breytt.

Lesa meira
 

EM 2017 - Forseti Íslands heimsótti stelpurnar í dag - 19.7.2017

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, heimsótti stelpurnar okkar á hótelið eftir æfingu og snæddi með þeim hádegisverð. Létt var yfir forsetanum og voru stelpurnar hæstánægðar með heimsóknina.

Lesa meira
 

EM 2017 - Léttleiki á æfingu dagsins - 19.7.2017

Það var léttleiki á æfingu hjá stelpunum okkar í dag en liðið undirbýr sig nú af krafti fyrir leikinn gegn Sviss, en leikurinn fer fram í Doetinchem á laugardaginn næstkomandi.

Lesa meira
 

EM 2017 - Grátlegt 1-0 tap fyrir Frakklandi - 18.7.2017

Ísland tapaði í kvöld 1-0 fyrir Frakklandi í fyrsta leik liðanna á EM í Hollandi. Það var Eugenie Le Sommer sem skoraði sigurmark Frakka af vítapunktinum í enda seinni hálfleiks. Grátlegt tap staðreynd.

Lesa meira
 

FH áfram í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu - 18.7.2017

FH er komið áfram í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu eftir 2-0 sigur á Víking Gotu í Þórshöfn, Færeyjum, í kvöld. Það var ekki fyrr en eftir 79 mínútur sem FH tókst að brjóta heimamenn niður, en þá skoraði Steven Lennon úr vítaspyrnu. Þórarinn Ingi Valdimarsson gulltryggði síðan sigurinn á 90 mínútu. Góður 2-0 sigur staðreynd.

Lesa meira
 

EM 2017 - Byrjunarlið Íslands gegn Frakklandi - 18.7.2017

Byrjunarlið Íslands gegn Frakklandi hefur verið opinberað. Leikurinn fer fram í Tilburg og hefst klukkan 18:45 að íslenskum tíma, í beinni útsendingu á RÚV.

Lesa meira
 

FH leikur seinni leik sinn gegn Víking Gotu í dag - 18.7.2017

FH leikur í dag seinni leik sinn í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu, en andstæðingur þess er Víkingur Gotu frá Færeyjum og hefst leikurinn klukkan 18:00 að íslenskum tíma. Leikið er í Þórshöfn.

Lesa meira
 

Íslenskir dómarar dæma í Evrópudeildinni í vikunni - 18.7.2017

Íslenskir dómarar eru á faraldsfæti um þessar mundir þar sem þeir taka þátt í erlendum verkefnum, en þeir munu dæma í forkeppni Evrópudeildarinnar sem leikin er í þessari viku.

Lesa meira
 

EM 2017 - Ísland mætir Frakklandi í dag - 18.7.2017

Það er komið að því. Ísland hefur leik í dag á EM 2017 þegar liðið mætir Frakklandi á Koning Willem II Stadion í Tilburg, en þetta er í þriðja skiptið í röð sem Ísland leikur á EM.

Lesa meira
 

EM 2017 - Mikilvægar upplýsingar fyrir leikinn í Tilburg - 17.7.2017

Ísland leikur við Frakkland í Tilburg og hefst leikurinn klukkan 20:45 á staðartíma. Vinsamlega kynnið ykkur upplýsingarnar hér að neðan.

Lesa meira
 

EM 2017 - Fyrsti áfangastaður: Tilburg - 17.7.2017

Fyrsti leikur Íslands fer fram á Koning Willem II stadion í Tilburg. Þar mun íslenska liðið mæta Frakklandi, en þær eru taldar einna líklegastar til að verða krýndar Evrópumeistarar. Völlurinn var upphaflega byggður árið 1995, en endurbættur árið 2000, og tekur hann alls 14.637 í sæti.

Lesa meira
 

EM 2017 - Upplýsingar um leik Íslands og Frakklands í Tilburg - 17.7.2017

Fyrsti leikur Íslands á EM 2017 er á morgun, þriðjudag, en liðið mætir þá Frakklandi í Tilburg. Í borginni verður stuðningsmannasvæði, “Fan Zone”, og er það staðsett á Pieter Vreedeplein torginu. Svæðið verður opið frá 13:00 – 20:00 og verður nóg að gera þar allan daginn.

Lesa meira
 

EM 2017 - Fjölmiðlafundur á æfingarsvæði í Ermelo - 16.7.2017

Landsliðið var með fjölmiðlafund í dag við æfingarvöll liðsins í Ermelo. Freyr Alexandersson, Hallbera Guðný Gísladóttir og Fanndís Friðriksdóttir voru á fundinum og var rætt um fyrstu daganna í Hollandi, hótellífið og leikinn gegn Frökkum.

Lesa meira
 

EM 2017 - Fyrsta æfing í Hollandi gekk vel - 15.7.2017

Stelpurnar okkar æfðu í dag á æfingarvellinum í Hollandi og gekk allt að óskum. Veðrið leikur við okkur og er veðurspáin fyrir komandi daga mjög góð. Öll aðstaða er til fyrirmyndar og eru stelpurnar okkar spenntar fyrir komandi vikum.

Lesa meira
 

A kvenna - Stelpurnar farnar til Hollands - 14.7.2017

Fjölmenni kvaddi íslenska kvennalandsliðið í dag í Leifsstöð þegar stelpurnar lögðu af stað til Hollands, en fyrsti leikur liðsins á EM er á þriðjudaginn kemur gegn Frakklandi.

Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög