Fréttir

A kvenna - Byrjunarliðið gegn Noregi - 23.1.2018

A landslið kvenna mætir Noregi í dag á La Manga, Spáni, og hefst leikurinn klukkan 17:00 að íslenskum tíma. Byrjunarlið Íslands er tilbúið og er ljóst að Anna Rakel Pétursdóttir leikur sinn fyrsta landsleik í dag.

Lesa meira
 

U17 karla - 0-3 tap gegn Ísrael í dag - 23.1.2018

U17 karla tapaði í dag 0-3 gegn Ísrael í öðrum leik liðsins á móti í Hvíta Rússlandi. Liðið leikur næsta leik sinn á morgun, miðvikudag, þegar það mætir Rússlandi og hefst sá leikur klukkan 11:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 

Stærsti styrktarsamningur íþróttahreyfingarinnar undirritaður - 23.1.2018

Í gær endurnýjaði Icelandair samning um að vera aðalstyrktaraðili Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og fimm sérsambanda innan þess, þ.e. GSÍ, HSÍ, ÍF, KKÍ og KSÍ. Þessir styrktarsamningar milli flugfélagsins og ÍSÍ eru þeir umfangsmestu í sögu íþróttahreyfingarinnar.

Lesa meira
 

A kvenna - Leikið gegn Noregi í dag á La Manga - 23.1.2018

A landslið kvenna leikur í dag æfingaleik gegn Noregi, en leikurinn fer fram á La Manga þar sem liðin eru í æfingabúðum. Leikurinn hefst klukkan 17:00 að íslenskum tíma og er hægt að nálgast beina útsending á vefsíðu norska knattspyrnusambandsins. 

Lesa meira
 

U17 karla - Ísland mætir Ísrael á morgun - 22.1.2018

U17 ára lið karla mætir á morgun Ísrael í öðrum leik sínum á móti í Hvíta Rússlandi, en það er liður í undirbúningi liðsins fyrir milliriðla í undankeppni EM 2018. 

Lesa meira
 

Kosningar í stjórn á 72. ársþingi KSÍ - 22.1.2018

Framboð til stjórnar KSÍ skal skv. 15. grein laga KSÍ berast skrifstofu KSÍ skriflega minnst hálfum mánuði fyrir þing eða í síðasta lagi 27. janúar nk. Kjörnefnd er þó heimilt að samþykkja framboð sem fram kemur síðar ef nægjanlegur fjöldi hefur ekki tilkynnt framboð sitt innan tilkynningarfrests.

Lesa meira
 

Fræðsluviðburður fyrir félög í leyfiskerfinu haldinn - 22.1.2018

Fimmtudaginn 18. janúar sl. kom í heimsókn til KSÍ Jochen Kemmer verkefnastjóri hjá CAFE (Centre for Access to Football in Europe). Stýrði Jochen fræðsluviðburði sem var sérstaklega tileinkaður fulltrúum félaga í leyfiskerfinu og tengiliðum fatlaðra stuðningsmanna í efstu deild karla.

Lesa meira
 

U17 karla - 1-0 sigur gegn Slóvakíu í fyrsta leik í Hvíta Rússlandi - 21.1.2018

U17 ára lið karla vann Slóvakíu 1-0 í fyrsta leik liðsins á móti í Hvíta Rússlandi, en liðið er þar að undirbúa sig fyrir milliriðla í undankeppni EM 2018. Það var Karl Friðleifur Gunnarsson sem skoraði eina mark leiksins á 24. mínútu. Næsti leikur liðsins er gegn Ísrael á þriðjudaginn kemur.

Lesa meira
 

A kvenna - Sara Björk ekki með á La Manga vegna meiðsla - 19.1.2018

Ljóst er að Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands, verður ekki með íslenska liðinu í æfingabúðum á La Manga vegna meiðsla. Mun hún því ekki spila leikinn gegn Noregi á þriðjudaginn næstkomandi. 

Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla í Hvíta-Rússlandi - 19.1.2018

U17 landslið karla leikur í æfingamóti í Hvíta-Rússlandi dagana 21.-28. janúar.  Mótið er liður í undirbúningi liðsins fyrir milliriðla í undankeppni EM 2018. og taka 12 lið þátt í því. Þegar riðlakeppninni er lokið hefjast innbyrðis viðureignir milli riðla og mun Ísland því í heildina leika fimm leiki.  Lesa meira
 

U17 kvenna - Hópur valinn fyrir leiki gegn Skotlandi - 19.1.2018

Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið hóp Íslands sem leikur tvo vináttuleiki við Skotland 4. og 6. febrúar n.k.

Lesa meira
 
Mexíkó (mynd af vef mexíkóska knattspyrnusambandsins)

Leikið við Mexíkó í San Francisco 23. mars - 19.1.2018

KSÍ getur nú staðfest að A landslið karla leiki vináttuleik við Mexíkó þann 23. mars næstkomandi.  Leikurinn fer fram á Levi´s leikvanginum í San Francisco, heimavelli ruðningsliðsins San Francisco 49ers. Áður hafði leikur við Perú 27. mars verið staðfestur.

Lesa meira
 
Stjarnan

Stjarnan auglýsir eftir yfirþjálfara yngri flokka - 18.1.2018

Stjarnan auglýsir eftir umsóknum um starf yfirþjálfara yngri flokka.  Yfirþjálfari hefur yfirumsjón með og ber ábyrgð á öllu faglegu barna- og unglingastarfi knattspyrnudeildar í samráði við barna- og unglingaráð og framkvæmdastjóra.

Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna:  Æfingar 26.-28. janúar - 18.1.2018

Þórður Þórðarson, þjálfari U19 landsliðs kvenna, hefur valið 23 leikmenn frá 13 félögum á landsliðsæfingar sem fram fara dagana 26.-28. janúar næstkomandi, í Kórnum í Kópavogi og Egilshöll í Reykjavík. 

Lesa meira
 
Kúvær er annar af hástökkvurum mánaðarins á FIFA-listanum

A karla í 20. sæti á styrkleikalista FIFA - 18.1.2018

A landslið karla er í 20. sæti á nýútgefnum styrkleikalista FIFA og hækkar um tvö sæti á milli mánaða.  Ísland hefur hæst verið í 19. sæti.  Ekki er um miklar breytingar á listanum að ræða, enda tiltölulega fáir landsleikir farið fram síðustu vikur.  Hástökkvarar mánaðarins eru Kúvæt og Túnis.

Lesa meira
 
ÍR

Ólöglegir leikmenn hjá ÍR gegn Fjölni í Reykjavíkurmótinu - 16.1.2018

Skrifstofa KSÍ hefur staðfest að ÍR tefldi fram ölöglegu liði gegn Fjölni í leik í Reykjavíkurmóti meistaraflokks karla, sem fram fór 12. janúar síðastliðinn.  Úrslitum leiksins er því breytt, í samræmi við grein 40.1 í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót, og Fjölni dæmdur sigur, 3-0.

Lesa meira
 
Klara, Aleksandra og Kristján

Fulltrúar KSÍ sóttu UEFA-ráðstefnu um öryggismál - 16.1.2018

Dagana 15. og 16. janúar sóttu fulltrúar KSÍ ráðstefnu UEFA um öryggisþætti á knattspyrnuleikvöngum. Á ráðstefnunni, sem var haldin í München í Þýskalandi, var fjallað um ýmsa öryggisþætti í tengslum við knattspyrnuleiki.

Lesa meira
 

A kvenna - Tvær breytingar á hópnum sem fer til La Manga - 16.1.2018

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari A kvenna, hefur gert tvær breytingar á hóp liðsins sem heldur til La Manga á fimmtudaginn og leikur þar við Noreg 23. janúar.

Lesa meira
 

Byrjendanámskeið fyrir dómara verður haldið hjá Víking Reykjavík í Víkingsheimilinu miðvikudaginn 24. janúar kl. 18:15 - 15.1.2018

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Víking og hefst klukkan 18:15. Námskeiðið stendur yfir í um tvær klukkustundir og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.

Lesa meira
 

FIFA-merkin afhent - 15.1.2018

Í lok síðasta árs staðfesti FIFA íslenskar tilnefningar á FIFA-lista yfir dómara og aðstoðardómara fyrir árið 2018 og eru Bríet Bragadóttir og Ívar Orri Kristjánsson nýliðar á listanum sem kynntur var á vef KSÍ í desember.

Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög