Fréttir

12.3.2018

UPPFÆRT - Næsti miðasölugluggi á HM 2018 í Rússlandi opnaður

Opnar klukkan 9:00 að íslenskum tíma

Næsti miðasölugluggi á HM 2018 í Rússlandi hefst á þriðjudaginn næstkomandi, 13. mars, klukkan 9:00 að íslenskum tíma. 

Um er að ræða sölu þar sem miðakaupendur fá strax svör frá kerfinu um það hvort miðarnir fást – fyrstur kemur, fyrstur fær. 

Síðustu úthlutanir úr síðasta fasa miðasölunnar eru að klárast í dag. 

Við bendum þeim sem hafa fengið miða og ætla ekki að nýta þá að bíða eftir að endursölugluggi opni hjá FIFA. Fólk á ekki að reyna að selja miðana sína sjálft og ekki kaupa miða öðruvísi en beint af miðasöluvef FIFA. Miðar sem eru keyptir beint af öðrum miðakaupendum verða ónothæfir. 

Þeir sem hafa ekki enn fengið miða eru hvattir til að reyna að ná í miða í glugganum sem opnar á þriðjudaginn. 

Ef það verður uppselt á einstaka leiki þá gæti verið að það verði tækifæri að fá miða þegar endursöluhlutinn opnar hjá FIFA, en ekki er vitað hvenær sá fasi opnar. 

Samkvæmt frétt FIFA verða ekki seldir miðar á tvo leiki á morgun. Það er leikur Argentínu gegn Íslandi og sjálfur úrslitaleikurinn.

Frétt FIFA 

FIFA hefur svarað fyrirspurn KSÍ varðandi miðasöluna sem hófst í morgun og er svarið hér að neðan.

,,Since the current ticket allocation is subject to successful payment and tickets could be returned by different constituent groups, it is possible that tickets for the Argentina - Iceland match will become available during the last minutes sales. With this in mind, it is important that references reflecting that the match  is “sold out” could be misunderstood by football fans as the situation is still subject to change.

Hægt verður að kaupa miða á miðasöluvef FIFA 

Miðasöluvefur FIFA
Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög