Landslið

EM 2017 – Miðar til afhendingar - 29.6.2017

Miðarnir sem keyptir voru á EM 2017 á midi.is eru komnir til landsins og verða afhentir á skrifstofu KSÍ á Laugardalsvelli. Skrifstofan er opin virka daga frá kl. 08:30-16:00.

Lesa meira
 

A kvenna – Lokahópur fyrir EM 2017 - 22.6.2017

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, tilkynnti í dag lokahóp leikmanna sem munu leika á EM í Hollandi. Valdir voru 23 leikmenn í hópinn en 8 aðrir leikmenn eru tilbúnir að koma til móts við liðið verði skakkaföll á hópnum fyrir fyrsta leik.

Lesa meira
 

U16 kvenna - Hópurinn sem leikur á NM - 19.6.2017

Jörundur Áki Sveinsson hefur valið eftirtalda leikmenn fyrir NM U16 kvenna dagana 29. júní -7.júlí næstkomandi. Leikið er í Oulu í Finnlandi.

Lesa meira
 

A kvenna - Aðsóknarmet á Laugardalsvelli - 13.6.2017

Aðsóknarmet var slegið á Laugardalsvelli í dag þegar 7.521 áhorfandi mætti á kveðjuleik A landsliðs kvenna sem senn heldur til Hollands til að taka þátt í lokakeppni EM. Andstæðingurinn í dag var Brasilía sem er eitt besta landslið í heimi.

Lesa meira
 

A kvenna - Byrjunarliðið gegn Brasilíu - 13.6.2017

Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari hefur valið þá 11 leikmenn sem hefja leik gegn Brasilíu á Laugardalsvelli í dag. Leikurinn, sem er lokaleikur liðsins fyrir lokakeppni EM, hefst kl. 18:30 og verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.

Lesa meira
 

A kvenna - Leikskrá fyrir Ísland - Brasilía - 12.6.2017

Út er komin rafræn leikskrá fyrir leik Íslands og Brasilíu en í henni má finna viðtöl við Frey Alexandersson, landsliðsþjálfara, og Margréti Láru Viðarsdóttur, fyrirliða landsliðsins.

Lesa meira
 

U19 kvenna – Jafntefli í lokaleiknum í milliriðli EM - 12.6.2017

U19 ára landslið kvenna lék síðasta leik sinn í milliriðli EM í morgun. Leikurinn var gegn Sviss og endaði hann með 2-2 jafntefli. Ísland byrjaði leikinn af krafti og skoraði Ásdís Karen Halldórsdóttir fyrsta mark leiksins á 4. mínútu.

Lesa meira
 

A kvenna - Ísland tekur á móti Brasilíu í dag - 12.6.2017

Ísland tekur á móti Brasilíu í vináttulandsleik í dag. Leikurinn hefst kl. 18:30 og verður leikið á Laugardalsvelli. Þetta er síðasti leikur Íslands fyrir úrslitakeppni EM sem hefst í Hollandi í júlí.  Þetta er í fyrsta skipti sem landslið frá Brasilíu leikur landsleik í knattspyrnu hér á landi.

Lesa meira
 

A karla - Mikilvægur sigur gegn Króötum á Laugardalsvelli í kvöld - 11.6.2017

A landslið karla vann mikilvægan sigur á Króötum í undankeppni HM 2018 á Laugardalsvelli í kvöld. Leikurinn endaði 1-0 fyrir Ísland sem nú er komið upp að hlið Króata í efsta sæti riðilsins með 13 stig.

Lesa meira
 

A karla - Byrjunarlið Íslands gegn Króatíu - 11.6.2017

Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari hefur valið þá 11 leikmenn sem hefja leik gegn Krótötum í undankeppni HM í dag. Leikurinn hefst kl. 18:45 og fyrir þá sem ekki eiga miða á leikinn er tilvalið að mæta í Laugardalinn og horfa á leikinn á risaskjá sem settur hefur verið upp á bílastæðinu fyrir framan völlinn.

Lesa meira
 

Stórleikur á Laugardalsvelli í dag - 11.6.2017

Þá er runninn upp leikdagur og allt að verða klárt á Laugardalsvelli fyrir stórleik Íslands og Króatíu í undankeppni HM 2018. Leikurinn hefst kl. 18:45 en Fan Zone opnar á bílastæðinu fyrir framan Laugardalsvöll kl. 16:45.

Lesa meira
 

A karla - Leikskrá fyrir Ísland - Króatía - 10.6.2017

Út er komin rafræn leikskrá fyrir leik Íslands og Króatíu en í henni má finna viðtöl við Heimi Hallgrímsson, landsliðsþjálfara, og Aron Einar Gunnarsson, fyrirliða. Einnig má finna upplýsingar um leikinn og stuðningsmannasvæði sem verður fyrir leik.

Lesa meira
 

U21 karla - 3-0 tap á móti Englendingum í vináttuleik í dag - 10.6.2017

U21 árs lið karla tapaði 3-0 á móti sterku liði Englendinga á St. Georges Park í dag. Leikurinn var vináttuleikur og mikilvægur liður í undirbúningi enska liðsins fyrir lokakeppni EM.

Lesa meira
 

U21 karla - Byrjunarliðið í æfingaleiknum gegn Englendingum í dag - 10.6.2017

U21 árs landslið karla leikur gegn æfingaleik gegn Englandi í dag. Upplýsingar um byrjunarliðið eru að finna hér í leikskýrslu

Lesa meira
 

U19 kvenna – 2-1 tap gegn Póllandi - 9.6.2017

U19 ára landslið kvenna tapaði 2-1 gegn Póllandi í milliriðli EM í Þýskalandi í dag. Pólsku stúlkurnar skoruðu fyrsta markið strax á upphafsmínútum leiksins og var það eina mark hálfleiksins.

Lesa meira
 

Stuðningsmannasvæði (Fan Zone) við Laugardalsvöll fyrir komandi landsleiki - 9.6.2017

Í undirbúningi er sérstakt stuðningsmannasvæði (Fan Zone) fyrir leiki karlalandsliðs Íslands gegn Króatíu 11. júní og kvennalandsliðsins gegn Brasilíu 13. júní n.k., þar sem áhorfendur geta hitað upp fyrir leikina og byggt upp stemningu.

Lesa meira
 

Umhyggja í heimsókn - 8.6.2017

Aðildarfélög frá Umhyggju, félags langveikra barna, heimsóttu landsliðið í kvöld. Krakkarnir fengu eiginhandaráritanir, myndir og spjölluðu við leikmenn. Gleði skein úr hverju andliti og voru strákarnir okkar himinlifandi með þessa skemmtilegu heimsókn.

Lesa meira
 

A kvenna - Markalaust jafntefli í bleytunni í Dublin - 8.6.2017

Ísland og Írland gerðu marklaust jafntefli í vináttulandsleik í kvöld en leikið var á Tallaght vellinum í Dublin.  Næsti leikur Íslands verður á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 8. júní kl. 18:30, þegar leikið verður gegn Brasilíu.  Það verður jafnframt lokaleikur Íslands fyrir úrslitakeppni EM í Hollandi.

Lesa meira
 

Ísland mætir Írlandi í kvöld í vináttulandsleik - Byrjunarliðið - 8.6.2017

Ísland mætir Írlandi í kvöld í vináttulandsleik en leikið verður á Tallagth vellinum í Dublin.  Leikurinn hefst kl. 19:30 að staðartíma eða kl. 18:30 að íslenskum tíma.  Þetta er fyrri vináttulandsleikurinn á nokkrum dögum sem Ísland leikur en á þriðjudaginn tekur Ísland á móti Brasilíu á Laugardalsvelli.

Lesa meira
 

U19 kvenna - 4-0 tap gegn Þýskalandi í fyrsta leik - 7.6.2017

Íslenska U19 ára landslið kvenna tapaði 4-0 fyrir Þjóðverjum í fyrsta leik sínum í milliriðli EM í Þýskalandi í dag. Þýska liðið var mun sterkara í leiknum en staðan var 1-0 í hálfleik.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög