Landslið

U15 karla - Hópur fyrir leik gegn Færeyjum - 23.10.2017

Dean Martin, landsliðsþjálfari U15 karla, hefur valið eftirfarandi leikmenn til þáttöku í leiki gegn Færeyjum dagana 27. og 29. október, en leikið verður í Egilshöll og Akraneshöllinni.

Lesa meira
 

U17 karla - Úrtakshópur fyrir æfingar dagana 27.-29. október - 23.10.2017

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið eftirfarandi leikmenn til þáttöku á æfingum dagana 27.-29. október.

Lesa meira
 

A kvenna - Ísland mætir Tékklandi á morgun - 23.10.2017

Ísland leikur þriðja leik sinn í undankeppni HM 2019 á þriðjudaginn þegar liðið mætir Tékklandi. Leikurinn fer fram ytra og hefst hann klukkan 16:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 

A kvenna – Frábær sigur gegn Þýskalandi - 20.10.2017

Stelpurnar okkar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Þýskaland í Wiesbaden í dag. Leikurinn endaði með 3-2 sigri íslenska liðsins og er Ísland þar með í efsta sæti riðilsins í undankeppni HM með 6 stig.

Lesa meira
 

A kvenna - Byrjunarliðið gegn Þýskalandi í dag - 20.10.2017

Kvennalandslið Íslands mætir Þýskalandi í Wiesbaden í dag en eikurinn er liður í undankeppni HM 2019. Freyr Alexandersson hefur valið byrjunarliðið fyrir leikinn í dag og er það skipað eftirtöldum leikmönnum:

Lesa meira
 

A kvenna - Ísland mætir Þýskalandi í dag - 19.10.2017

Ísland leikur annan leik sinn í undankeppni HM 2019 í dag þegar liðið mætir Þýskalandi á BRITA arena í Wiesbaden. Hefst leikurinn klukkan 14:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 

A karla - Tveir landsleikir í nóvember - 18.10.2017

A landslið karla mun leika tvo vináttuleiki í nóvember og fara þeir báðir fram í Katar. Leikirnir eru liður í undirbúningi liðsins fyrir HM 2018 í Rússlandi.

Lesa meira
 

A kvenna – Landsliðið mætt til Wiesbaden - 17.10.2017

A landslið kvenna dvelur nú í Wiesbaden í Þýskalandi þar sem undirbúningur fer fram fyrir leikina tvo sem framundan eru í undankeppni HM. Leikið verður gegn Þýskalandi í Wiesbaden á föstudag og gegn Tékklandi í Nojmo þriðjudaginn 24. október.

Lesa meira
 

U19 kvenna - Æfingahópur - 13.10.2017

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir á landsliðsæfingar U19 kvenna sem fram fara dagana 3.-5. nóvember næstkomandi. Æfingarnar fara fram undir stjórn Þórðar Þórðarsonar landsliðsþjálfara U19 kvenna.

Lesa meira
 

U15 karla - Úrtakshópur æfir helgina 20.-22.október - 13.10.2017

U15 drengja mun spila tvo æfingaleiki gegn Færeyjum, 27. og 29. október 2017. Dean Martin hefur valið úrtakshóp sem mun æfa 20-22. október.

Lesa meira
 

U16 karla - Drengir fæddir 2002 - Æfingar 20.-22. október - 13.10.2017

Þorlákur Árnason hefur valið hóp sem mun taka þátt í úrtaksæfingum vegna U16 liðs karla. Æfingarnar fara fram helgina 20.-22.október í Kórnum og Egilshöll.

Lesa meira
 

A karla - Miðasala fyrir HM í Rússlandi - 12.10.2017

Mikið hefur verið spurt um miða á HM í Rússlandi undanfarna daga. Starfsmenn KSÍ áttu fund með miðasöludeild FIFA í morgun og er nú unnið úr þeim upplýsingum sem fengust á þeim fundi.

Lesa meira
 

A kvenna - Leikmannahópurinn sem mætir Þýskalandi og Tékklandi - 12.10.2017

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur valið hópinn sem mætir Þýskalandi og Tékklandi í undankeppni HM 2019. Leikurinn gegn Þýskalandi fer fram í Wiesbaden föstudaginn 20. október og leikurinn gegn Tékklandi fer fram í Znojmo þriðjudaginn 24. október.

Lesa meira
 

Þjóðadeild UEFA - Ísland í Deild A - 11.10.2017

UEFA staðfesti í dag skiptingu liða í hina nýju Þjóðadeild, UEFA Nations League, og verður dregið í riðla 24. janúar næstkomandi. Ásamt Íslandi í deild A verða Þýskaland, Portúgal, Belgía, Spánn, Frakkland, England, Sviss, Ítalía, Pólland, Króatía og Holland.

Lesa meira
 

Kveðja frá Lars Lagerbäck - 10.10.2017

Good Morning Iceland and KSI. I woke up this morning, 10/10 2017, with a smile on my face. Iceland in WC 2018!! So first of all I would like to congratulate Iceland, all involved in football and all my friends and colleagues in Iceland.

Lesa meira
 

U21 karla - Markalaust jafntefli gegn Albaníu í dag - 10.10.2017

U21 ára lið karla lék í dag við Albaníu í þriðja leik sínum í undankeppni EM 2019. Leikurinn endaði með markalausu jafntefli.

Lesa meira
 

ÍSLAND Á HM! - 9.10.2017

ÍSLAND ER KOMIÐ Á HM! Já, Ísland er komið á HM í fyrsta skipti í sögunni! Strákarnir okkar tryggðu sér sætið með 2-0 sigri á Kosóvó á Laugardalsvelli í kvöld!

Lesa meira
 

ÍSLAND Á HM!!! INGÓLFSTORG Á EFTIR!!! - 9.10.2017

Strákarnir okkar hafa tryggt sér sæti í lokakeppni Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í fyrsta sinn. Af því tilefni verður blásið til hátíðar á Ingólfstorgi í kvöld og hefst dagskráin kl. 21.30 og nær hámarki um klukkustund síðar þegar leikmenn landsliðsins mæta á svæðið. Salka Sól, Emmsjé Gauti, Sverrir Bergmann og Halldór fjallabróðir eru meðal listmanna sem koma fram. Kynnir er Björn Bragi Arnarsson og DJ Margeir verður á tökkunum.

Lesa meira
 

A karla - Byrjunarliðið gegn Kósóvó - 9.10.2017

Heimir Hallgrímsson hefur valið byrjunarliðið fyrir leikinn mikilvæga gegn Kósóvó í dag. Liðið er skipað eftirtöldumleikmönnum:

Lesa meira
 

Ísland - Kosóvó - Inngangur fyrir miðahafa í austurstúku - 9.10.2017

KSÍ vill beina athygli að því að allir þeir sem eiga miða í austurstúkunni, einnig þeir sem eru í hólfum J, K og L, eiga að ganga inn um inngang í suðaustur horni vallarins. Það er næst Þróttaraheimilinu. 

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög