Landslið

U19 karla - hópur valinn fyrir leiki gegn Wales - 18.8.2017

Þorvaldur Örlygsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið landsliðshóp sem leikur tvo vináttuleiki við Wales 2. og 4. september næstkomandi.

Lesa meira
 

Uppselt er á leik Íslands og Úkraínu - 16.8.2017

Uppselt er á leik Íslands og Úkraínu sem fram fer á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 5. september, kl. 18:45. Miðasala fór fram í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is og varð uppselt á skömmum tíma eftir að sala hófst.

Lesa meira
 

Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst í dag, miðvikudaginn 16. ágúst - 14.8.2017

Miðasala á leik Íslands og Úkraínu í undankeppni HM hefst í dag, miðvikudaginn 16. ágúst, kl. 12:00 á hádegi. Leikurinn fer fram þriðjudaginn 5. september, kl. 18:45, á Laugardalsvelli og fer miðasalan fram í gegnum miðasölukerfi hjá www.midi.is.

Lesa meira
 

U18 karla - Hópur valinn fyrir æfingamót í Tékklandi - 11.8.2017

Þorvaldur Örlygsson, landsliðsþjálfari U18 landsliðs karla, hefur valið landsliðshóp sem tekur þátt í alþjóðlegu móti í Tékklandi síðar í þessum mánuði.

Lesa meira
 

HM 2018 - Miðar á leik Íslands og Finnlands - 10.8.2017

Miðar sem keyptir voru á leik Íslands og Finnlands í undankeppni HM 2018 eru á leiðinni til landsins og mun afhending þeirra hefjast á þriðjudaginn næstkomandi, 15. ágúst.

Lesa meira
 

U16 karla - Noregur Norðurlandameistari - 5.8.2017

Noregur varð í dag Norðurlandameistari U16 karla eftir 4-1 sigur á Danmörku í úrslitaleik mótsins, en leikið var á Floridana-vellinum. Ísland lék um 5.-6. sætið gegn Finnlandi á Alvogen-vellinum og endaði sá leikur 2-2, en Finnar unnu síðan í vítaspyrnukeppni.

Lesa meira
 

U16 karla - Ísland tapaði fyrir Póllandi í dag - 3.8.2017

Ísland tapaði í dag 1-2 fyrir Póllandi í þriðja, og síðasta, leik riðlakeppninnar á opna Norðurlandamótinu en leikið var á Nesfisk-vellinum í Garði. Ísland endaði því í þriðja sæti riðilsins á eftir Noregi og Póllandi, en Noregur vann Norður Írland 3-2 í dag.

Lesa meira
 

U16 karla - Ísland mætir Póllandi á Nesfisk-vellinum í dag - 3.8.2017

Þriðji, og síðasti, leikur strákanna okkar á Norðurlandamóti U16 ára landsliða fer fram á Nesfisk-vellinum í Garði í dag og hefst hann klukkan 16:00. Ísland mætir þá Póllandi, en með sigri mun Ísland spila úrslitaleik mótsins á laugardaginn.

Lesa meira
 

U16 karla - Ísland gerði jafntefli við Noreg - 1.8.2017

Opna Norðurlandamót U17 drengja hélt áfram í dag þegar 2. umferð riðlakeppninnar var leikin. Mótið fer fram hér á landi á Suðurnesjum og Suðurlandi.

Lesa meira
 

U16 karla – Ísland mætir Noregi í dag á Vogabæjarvelli - 1.8.2017

Annar leikur strákanna okkar á opna Norðurlandamóti U16 ára landsliða karla fer fram á Vogabæjarvelli í dag og hefst hann kl. 16:00. Ísland mætir þá Noregi en bæði liðin unnu fyrsta leik sinn í riðlinum sem fram fór á föstudag.

Lesa meira
 

U17 karla - Strákarnir okkar byrjuðu með sigri - 30.7.2017

Opna Norðurlandamót U17 ára landsliða drengja hófst í dag en leikið var í báðum riðlum mótsins. Mótið fer fram hér á landi.

Lesa meira
 

Úrtökumót fyrir U16 stúlkna - 28.7.2017

Úrtökumót KSÍ fyrir stelpur fer fram á Akranesi, dagana 8. - 12. ágúst. Umsjón með mótinu hefur Dean Martin U16 þjálfari. Félög leikmanna og leikmenn eru beðin um að kynna sér eftirfarandi upplýsingar.

Lesa meira
 

EM 2017 - 0-3 tap í síðasta leik gegn Austurríki í Rotterdam - 26.7.2017

Ísland tapaði í kvöld 0-3 fyrir Austurríki í þriðja, og síðasta, leik sínum á EM 2017. Austurríki skoruðu tvö mörk í fyrri hálfleik og bættu því þriðja við undir lok leiksins.

Lesa meira
 

EM 2017 - Byrjunarlið Íslands gegn Austurríki - 26.7.2017

Ísland leikur í dag þriðja, og síðasta, leik sinn á EM í Hollandi þegar það mætir Austurríki á Sparta Stadion í Rotterdam. Íslenska liðið hefur tapað báðum leikjum sínum til þessa og á því ekki möguleika að komast áfram.

Lesa meira
 

EM 2017 - Upplýsingar um leik Íslands og Austurríkis í Rotterdam - 24.7.2017

Þriðji, og síðasti, leikur Íslands fer fram á Sparta Stadion Het Kasteel í Rotterdam. Þar mun íslenska liðið mæta Austurríki, en þær eru með fjögur stig og í góðum möguleika að fara áfram í 8 liða úrslit. Á vellinum leikur Sparta leiki sína, en hann tekur 11.000 manns í sæti.

Lesa meira
 

EM 2017 - Freyr segir mikinn áhuga á leikmönnum Íslands - 24.7.2017

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, sagði á fjölmiðlafundi í dag að íslenska liðið gæti farið frá EM með höfuðið hátt. Freyr sagði á fundinum að íslenska liðið hafi lært marft á mótinu og leikmenn hafi vakið áhuga margara erlendra liða.

Lesa meira
 

EM 2017 - Frakkland og Austurríki gerðu jafntefli og Ísland því úr leik - 22.7.2017

Frakkland og Austurríki gerðu 1-1 jafntefli í kvöld og það er því ljóst að Ísland getur ekki tryggt sér áframhaldandi þátttöku á mótinu þrátt fyrir að eiga eftir leikinn gegn Austurríki. 

Lesa meira
 

EM 2017 - 1-2 tap gegn Sviss í Doetinchem - 22.7.2017

Ísland tapaði í dag fyrir Sviss, 1-2, í öðrum leik sínum á EM 2017. Fanndís Friðriksdóttir kom Íslandi yfir í fyrri hálfleik, áður en Sviss jafnaði metin rétt fyrir lok hálfleiksins. Þær svissnesku skoruðu síðan annað mark sitt í byrjun seinni hálfleiks og þar við sat.

Lesa meira
 

EM 2017 - Ísland mætir Sviss í dag - BYRJUNARLIÐ - 22.7.2017

Ísland leikur í dag annan leik sinn á EM í Hollandi þegar það mætir Sviss á De Vijverberg vellinum í Doetinchem.

Lesa meira
 

EM 2017 - Upplýsingar um leik Íslands og Sviss í Doetinchem - 20.7.2017

Annar leikur Íslands fer fram á De Vijverberg vellinum í Doetinchem. Þar mun íslenska liðið mæta Sviss, en þær töpuðu fyrir Austurríki í fyrsta leik sínum, 0-1. Á vellinum leikur De Graafschap leiki sína, en völlurinn tekur 12.600 manns í sæti.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög