Landslið

Byrjunarliðið gegn Noregi í Osló, 6. september 2008.  Mynd: Hörður Snævar Jónsson á fotbolti.net

Öruggur sigur á Liechtenstein - 11.2.2009

Íslendingar lögðu landslið Liechtenstein að velli í dag í vináttulandsleik sem leikinn var á La Manga.  Lokatölur urðu 2 - 0 Íslendingum í vil eftir að staðan hafði verið 1 - 0 í hálfleik.  Þeir Arnór Smárason og Eiður Smári Guðjohnsen skoruðu mörk Íslendinga. Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Noregi í Osló, 6. september 2008.  Mynd: Hörður Snævar Jónsson á fotbolti.net

Byrjunarlið Íslands gegn Liechtenstein - 11.2.2009

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Liechtenstein í vináttulandsleik í dag.  Leikurinn fer fram á La Manga á Spáni og hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma. Fylgst er með leiknum hér á heimasíðunni. Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Ísland upp um þrjú sæti á styrkleikalista FIFA - 11.2.2009

Á nýjum styrkleikalista FIFA er birtur var í dag, fer íslenska karlalandsliðið upp um þrjú sæti.  Ísland er nú í 77. sæti listans en Spánverjar eru efstir sem fyrr.  Engar breytingar eru á meðal efstu 10 þjóðanna á listanum. Lesa meira
 
Frá æfingu landsliðsins á La Manga fyrir vináttulandsleikinn gegn Liectenstein

Ísland mætir Liechtenstein í dag - 11.2.2009

Í dag mætast Ísland og Liechtenstein í vináttulandsleik og fer leikurinn fram á La Manga á Spáni.  Þetta er fyrsti landsleikur íslenska karlalandsliðsins á þessu ári en liðið lék síðast 19. nóvember.  Leikurinn hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma. Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög