Landslið

Byrjunarlið Íslands fyrir leik gegn Bandaríkjunum á Algarve 2009.  Bandaríkin sigruðu 1-0

Sigurmark Bandaríkjanna á síðustu stundu - 6.3.2009

Íslenska kvennalandsliðið tapaði ákaflega naumlega gegn því bandaríska á Algarve Cup í dag.  Lokatölur urðu 0-1 og kom sigurmark þeirra bandarísku á 89. mínútu.  Gríðarleg barátta var allan leikinn og fast leikið.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Noregi á Algarve 2009.  Sigur vannst í leiknum 3-1 með mörkum frá Söru Björk Gunnarsdóttur 2 og sjálfsmarki

Ísland - Bandaríkin - Bein textalýsing - 6.3.2009

Nú kl. 15:00 hófst leikur Íslands og Bandaríkjanna á Algarve Cup 2009.  Við fylgjumst með helstu atriðum leiksins hér á síðunni og flytjum ykkur jafnóðum.  Íslendingar leika svo lokaleik sinn í riðlinum á mánudaginn þegar Danir verða mótherjinn. Lesa meira
 
Bibiana Steinhaus, þýski dómarinn

Dómarar leiksins koma frá Þýskalandi - 6.3.2009

Ísland mætir Bandaríkjunum í dag á Algarve Cup kl. 15:00 og verður fylgst með leiknum hér á síðunni.  Dómarar leiksins koma frá Þýskalandi og er það Bibiana Steinhaus sem dæmir leikinn.

Lesa meira
 
Fanndís Friðriksdóttir

Fanndís kemur inn í hópinn - 6.3.2009

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur kallað Fanndísi Friðriksdóttur inn í landsliðshópinn er leikur á Algarve.  Fanndís mun halda til Algarve á morgun, laugardag, og hitta hópinn síðar sama dag. Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög