Landslið
Byrjunarlið Íslands gegn Noregi á Algarve 2009.  Sigur vannst í leiknum 3-1 með mörkum frá Söru Björk Gunnarsdóttur 2 og sjálfsmarki

Byrjunarliðið gegn Dönum á Algarve

Leikurinn hefst kl. 15:00 og verður fylgst með leiknum hér á síðunni

8.3.2009

Íslenska kvennalandsliðið mætir því danska á morgun, mánudaginn 9. mars og hefst leikurinn kl. 15:00.  Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur tilkynnt byrjunarliðið gegn Dönum en með jafntefli tryggir íslenska liðið sér 2. sæti riðilsins og þar með leik um þriðja sæti mótsins.

Byrjunarlið (4-5-1):

Markvörður: María B. Ágústsdóttir

Hægri bakvörður: Erna B. Sigurðardóttir

Vinstri bakvörður: Ólína G. Viðarsdóttir

Miðverðir: Katrín Jónsdóttir, fyrirliði og Guðrún Sóley Gunnarsdóttir

Varnartengilðir: Edda Garðarsdóttir og Dóra Stefánsdóttir

Sóknartengiliður: Dóra María Lárusdóttir

Hægri kantur: Rakel Hönnudóttir

Vinstri kantur: Hólmfríður Magnúsdóttir

Framherji: Margrét Lára Viðarsdóttir

Sara Björk Gunnarsdóttir verður ekki á meðal varamanna vegna meiðsla sem hún hlaut í leiknum gegn Bandaríkjunum. Þá er ólíklegt að Katrín Ómarsdóttir verði leikfær vegna meiðsla sem hún glímir við. Sif Atladóttir er hinsvegar klár í leikinn eftir meiðslin sem hún hlaut á föstudaginn og Fanndís Friðriksdóttir er komin inn í hópinn.

Í morgun var ein löng æfing þar sem farið var vel yfir leikskipulagið gegn Dönum. Eftir hádegið var svo gefið frí. Það nýttu leikmenn og starfsmenn hið ýtrasta og annað hvort lögðust til hvíldar en fundu leiðir til að svala keppnisskapi sínu. 

T.a.m. var haldið opna læknamótið í skák (Doctor Open) og fór þar fyrirliðinn, Katrín Jónsóttir, á kostum og lagði andstæðing sinn örugglega af velli enda fáir snjallari þegar kemur að kóng – indverskri vörn.

Þá var haldið tennismót starfsmanna þar sem aðstoðarþjálfarinn, Guðni Kjartansson, sýndi fádæma öryggi og sigraði bæði í sínum aldursflokki sem og opnum flokki. Veðrið er byrjað að leika við hópinn eftir fremur bleika byrjun og skín sólin nú sem aldrei fyrr.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög