Landslið

Knattspyrnusamband Íslands

Æfingar hjá U16 og U17 karla á Austurlandi - 9.3.2009

Um komandi helgi verða æfingar fyrir úrtakshópa hjá U16 og U17 karla á Austurlandi.  Það verða þeir Freyr Sverrisson og Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfarar U16 og U17 karla, er stjórna æfingunum. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Noregi á Algarve 2009.  Sigur vannst í leiknum 3-1 með mörkum frá Söru Björk Gunnarsdóttur 2 og sjálfsmarki

Danskur sigur á Algarve - 9.3.2009

Danir lögðu Íslendinga í lokaumferðinni í riðlakeppni Algarve Cup í dag með tveimur mörkum gegn engu.  Danir höfðu eins marks forystu eftir fyrri hálfleikinn og þrátt fyrir að íslenska liðið hefði sótt meira í síðari hálfleik, bættu Danir við marki. Íslendingar mæta því Kínverjum í leik um 5. sæti mótsins. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands fyrir leik gegn Bandaríkjunum á Algarve 2009.  Bandaríkin sigruðu 1-0

Ísland - Danmörk - Textalýsing - 9.3.2009

Núna kl. 15:00 hófst leikur Íslands og Danmörku í lokaumferð riðlakeppni á Algarve Cup.  Með jafntefli eða sigri tryggir Ísland sér annað sætið í riðlinum og þar með leik um 3. sætið á mótinu.  Fylgst verður með leiknum hér að neðan. Lesa meira
 
Bibiana Steinhaus, þýski dómarinn

Dómararnir koma langt að - 9.3.2009

Fjörtíu dómarar eru að störfum á Algarve og koma þeir frá 27 þjóðlöndum.  Dómarar leiksins í dag koma langt að en dómari leiksins og annar aðstoðardómarinn koma frá Guyana á meðan hinn aðstoðardómarinn kemur frá Guatemala. Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög