Landslið

Kris Commons hefur verið í feiknaformi á þessu tímabili með breska stórliðinu Derby County

Burley velur 26 leikmenn í skoska hópinn - 17.3.2009

George Burley, landsliðsþjálfari Skotlands, hefur valið 26 leikmenn í hóp sinn fyrir leiki gegn Hollandi 28. mars og Íslandi, miðvikudaginn 1. apríl.  Skotar leika gegn Hollendingum  í Amsterdam en leikurinn við Ísland verður á Hampden Park. Lesa meira
 
U17 landslið karla

Úrtakshópur hjá U17 karla á ferðinni um helgina - 17.3.2009

Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið úrtakshóp fyrir æfingar um næstu helgi og hefur valið 21 leikmann til þessara æfinga.  Æfingarnar fara fram í Egilshöllinni og Kórnum. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Æfingar hjá U16 og U17 kvenna um komandi helgi - 17.3.2009

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U16 og U17 kvenna hefur valið úrtakshópa fyrir æfingar um komandi helgi.  Æfingarnar fara fram á Stjörnuvelli og í Egilshöll og hafa 38 leikmenn verið boðaðir í þessum tveimur úrtakshópum. Lesa meira
 
Merki Færeyska knattspyrnusambandsins

EB/Streymur með fimm leikmenn í færeyska hópnum - 17.3.2009

Sex nýliðar eru í færeyska landsliðshópnum er mætir Íslendingum í vináttulandsleik í Kórnum, næstkomandi sunnudag kl. 14:00.  Þrír leikmenn hópsins hafa leikið meira en 10 landsleiki. Lesa meira
 
Kvennalandslidid_2008

Enn og aftur Frakkland! - 17.3.2009

Íslenska kvennalandsliðið dróst í sex liða riðil í undankeppni fyrir HM kvenna 2011 en úrslitakeppnin fer fram í Þýskalandi.  Íslenska liðið mætir Frökkum enn einu sinni en þjóðirnar spiluðu saman í undankeppni fyrir EM 2009.  Þjóðirnar eru svo einnig saman í riðli í úrslitakeppni EM í sumar. Leikdagar Íslands í keppninni hafa verið ákveðnir.Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Miðar á Ísland - Færeyjar fyrir handhafa A-passa - 17.3.2009

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Færeyjar afhenta fimmtudaginn 19. mars frá kl. 10:00 - 16:00. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis. Lesa meira
 
Merki HM kvenna í Þýskalandi 2011

Dregið í undankeppni HM kvenna 2011 í dag - 17.3.2009

Í dag kl. 12:30 verður dregið í undankeppni UEFA fyrir HM kvenna 2011 sem fer fram í Þýskalandi.  Dregið verður í höfuðstöðvum UEFA í Sviss og verða þau Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, og Klara Bjartmarz, skrifstofustjóri KSÍ, viðstödd dráttinn. Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög