Landslið

Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Eins marks tap á Hampden Park - 1.4.2009

Skotar lögðu Íslendinga í kvöld í undankeppni fyrir HM 2010 en leikið var á Hampden Park.  Lokatölur urðu 2 - 1 fyrir heimamenn eftir að staðan hafði verið 1 - 0 í hálfleik.  Indriði Sigurðsson skoraði mark Íslendinga þegar hann jafnaði metin á 54. mínútu. Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Noregi í Osló, 6. september 2008.  Mynd: Hörður Snævar Jónsson á fotbolti.net

Byrjunarliðið er mætir Skotum á Hampden Park - 1.4.2009

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Skotum kl. 19:00 á Hampden Park. Leikurinn er í undankeppni fyrir HM 2010 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 18:30. Lesa meira
 
Heimavöllur Skota, Hampden Park í Glasgow

15 sæti á lausu til Skotlands - Aprílgabb! - 1.4.2009

Á öryggisfundi á leikstað í gærkvöldi sem haldinn var fyrir leik Skotlands og Íslands í undankeppni HM 2010, kom í ljós að búningur íslenska liðsins uppfyllti ekki reglur FIFA um merkingar á búningum. Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Noregi í Osló, 6. september 2008.  Mynd: Hörður Snævar Jónsson á fotbolti.net

Skotland - Ísland í kvöld kl. 19:00 - 1.4.2009

Í kvöld mætast Skotland og Ísland í undankeppni fyrir HM 2010.  Leikurinn fer fram á Hampden Park í Glasgow og verður í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Sport. Byrjunarlið Íslands verður tilkynnt hér á síðunni þegar það verður tilbúið Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög