Landslið
Sigurður Ragnar Eyjólfsson

Sigurður Ragnar fylgist með leikmönnum í Svíþjóð

Sér Íslendingaslagi í sænsku úrvalsdeildinni

11.5.2009

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, er í Svíþjóð en þar er hann að fylgjast með íslenskum leikmönnum í sænsku úrvalsdeildinni.  Sigurður Ragnar fylgist með tveimur leikjum í þessari ferð en íslenskir leikmenn verða væntanlega fyrirferðamiklir í þessum leikjum.

Í kvöld verður Sigurður Ragnar á leik Linköpings og Kristiansstad og á morgun sér hann leik Malmö og Djurgården.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög