Landslið
Byrjunarliðið gegn Noregi í Osló, 6. september 2008.  Mynd: Hörður Snævar Jónsson á fotbolti.net

Fimm leikmenn kallaðir í hópinn

Landsliðið heldur til Makedóníu í dag

7.6.2009

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur gert fimm breytingar á landsliðshópnum sem mætir Makedóníu á miðvikudaginn í undankeppni HM 2010.  Inn í hópinn koma þeir Jóhann Berg Guðmundsson, Hjálmar Jónsson, Guðmundur Steinarsson, Davíð Þór Viðarsson og Rúrik Gíslason.  Koma þeir í stað Hermanns Hreiðarssonar, Indriða Sigurðssonar og Arons Einars Gunnarssonar sem eru í leikbanni, Eiður Smári Guðjohnsen er meiddur og þá dró Theodór Elmar Bjarnason sig út úr hópnum.

Leikurinn við Makedóníu verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst kl. 15:45, miðvikudaginn 10. júní.

Hópurinn gegn Makedóníu


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög