Landslið

Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Tveggja marka tap í Skopje - 10.6.2009

Makedónía lagði Ísland í dag í undankeppni fyrir HM 2010 en leikið var í Skopje.  Lokatölur urðu 2 - 0 fyrir heimamenn eftir að þeir höfðu haft eins marks forystu í hálfleik. Lesa meira
 
Allt klárt í búningsklefanum fyrir leikinn í Skopje

Allt til reiðu í Makedóníu - 10.6.2009

Það styttist í leik Makedóníu og Íslands í undankeppni fyrir HM 2010 og hefst nú kl. 15:45 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.  Mikill hiti er nú í Skopje og sýnir hitamælirinn á leikvellinum 38 gráður nú 90 mínútum fyrir leik. Lesa meira
 
Gönguferð á leikdag í Skopje.  Arnór Smárason og Jóhann Berg Guðmundsson leiða hópinn undir vökulum augum Bjarna Sigurðssonar

Hefðbundin gönguferð í styttra lagi - 10.6.2009

Íslensku landsliðsmennirnir undirbúa sig nú undir leikinn við Makedóníu sem hefst í Skopje kl. 15:45 að íslenskum tíma.  Í morgun kl. 10:00 að staðartíma brugðu leikmenn og fylgdarlið sér í hinn hefðbundna göngutúr á leikdag.  Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Hollandi á Laugardalsvelli 6. júní 2009 í undankeppni HM 2010

Makedónía - Ísland í dag kl. 15:45 - 10.6.2009

Í dag kl. 15:45 mætast Makedónía og Ísland í undankeppni HM 2010 og verður leikið í Skopje.  Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst upphitun fyrir leikinn þar kl. 15:10. Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn. Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög