Landslið
Merki Færeyska knattspyrnusambandsins

Leikið við Færeyinga í U17 og U19 kvenna

Fjórir leikir sem fara fram 18. og 20. júlí

16.6.2009

Frændur okkar Færeyingar munu heimsækja okkur í júlí með U17 og U19 kvennalandslið sín og leika fjóra landsleiki við íslenskar stöllur sínar.  Leikið verður í Hveragerði, Þorlákshöfn og Hvolsvelli.

Leikirnir fara fram laugardaginn 18. júlí og mánudaginn 20. júlí en á þessum tíma stendur yfir úrslitakeppni EM hjá U19 kvenna í Hvíta Rússlandi en þar verður Ísland í eldlínunni.  Úlfar Hinriksson mun því stjórna U19 liðinu í þessum leikjum gegn Færeyjum í fjarveru Ólafs Þórs Guðbjörnssonar.    Þorlákur Árnason mun að sjálfsögðu stjórna U17 liðinu.

Leikirnir eru eftirfarandi:

  • Lau. 18. júlí kl. 12:00  U17 kvenna  Þorlákshafnarvöllur Ísland - Færeyjar
  • Lau. 18. júlí  kl. 14:00 U19 kvenna  Grýluvöllur  Ísland - Færeyjar
  • Mán. 20. júlí kl. 17:00 U17 kvenna  Hvolsvöllur  Ísland - Færeyjar
  • Mán. 20. júlí kl. 17:00 U19 kvenna  Þorlákshafnarvöllur  Ísland - Færeyjar 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög