Landslið
Hópurinn hjá U17 kvenna sem að fór á Norðurlandamótið í Svíþjóð 2009

Góður sigur á Dönum hjá U17 kvenna

Tryggðu sér sjöunda sætið á Opna Norðurlandamótinu

4.7.2009

Íslenska U17 kvennalandsliðið lauk í dag keppni á Opna Norðurlandamótinu sem fram fór í Svíþjóð.  Stelpurnar léku gegn Dönum í dag um sjöunda sætið og höfðu góðan sigur, 1-0.  Það var Sara Hrund Helgadóttir sem skorað mark Íslands í fyrri hálfleik.

Íslenska liðið var sterkara liðið í leiknum, sérstaklega í fyrri hálfleik, en eina mark leiksins kom á 32. mínútu leiksins.  Áður hafði íslenska liðið fengið þrjú mjög góð færi en ekki tekist að skora.  Seinni hálfleikur var jafnari en íslenska liðið landaði verðskulduðum sigri.

Íslenska liðið hafnaði því í sjöunda sæti þessa móts sem er eitt það allra sterkasta sem haldið er í þessum aldursflokki.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög