Landslið

Íslensku stelpurnar fagna marki gegn Írum

Sætur og sanngjarn sigur á Englandi - 16.7.2009

Íslenska kvennalandsliðið vann glæstan sigur á því enska í vináttulandsleik sem fram fór í Colchester í kvöld.  Lokatölur urðu 2-0 fyrir íslenska liðið og voru það Hólmfríður Magnúsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir sem skoruðu mörk íslenska liðsins í sitt hvorum hálfleiknum.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Jafntefli hjá strákunum í Svíþjóð - 16.7.2009

Strákarnir í U18 karla gerðu í dag jafntefli við Svía á Svíþjóðarmótinu og urðu lokatölur 3 - 3.  Staðan í leikhléi var 1 -1 en íslensku strákarnir náðu tveggja marka forystu í síðari hálfleik en Svíar skoruðu 2 mörk á síðustu mínútum leiksins og tryggðu sér þannig jafntefli.

Lesa meira
 
Kvenna_fagnar

England - Ísland - Textalýsing - 16.7.2009

Íslenska kvennalandsliðið mætir því enska í vináttulandsleik í kvöld og fer leikurinn fram í Colchester í Englandi.  Leikurinn hefst kl. 18:45 að íslenskum tíma og verður hægt að fylgjast með textalýsingu af leiknum hér á síðunni.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Noregi í úrslitakeppni EM í Hvíta Rússlandi í júlí 2009

Svíar reyndust sterkari á lokakaflanum - 16.7.2009

Stelpurnar í U19 kvenna biðu lægri hlut gegn stöllum sínum frá Svíþjóð í úrslitakeppni EM í Minsk í dag.  Lokatölur urðu 1 - 2 Svíum í vil eftir að íslensku stelpurnar höfðu leitt leikinn í leikhléi.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Noregi í úrslitakeppni EM í Hvíta Rússlandi í júlí 2009

Ísland - Svíþjóð U19 kvenna - Textalýsing - 16.7.2009

Ísland og Svíþjóð eigast nú við í úrslitakeppni EM U19 kvenna en leikið er í Hvíta Rússlandi.  Þetta er annar leikur íslenska liðsins en liðið gerði jafntefli við Noreg í fyrsta leiknum 0-0.  Hægt er að fylgjast með textalýsingu hér á síðunni.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

U18 karla leikur við Svía - Byrjunarliðið tilbúið - 16.7.2009

Strákarnir í U18 karla leika sinn annan leik á Svíþjóðarmótinu í dag þegar þeir mæta heimamönnum.  Leikurinn hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma og hefur Kristinn R. Jónsson tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög