Landslið

Byrjunarlið U17 kvenna gegn Hollandi á NM U17 kvenna

Tveir sigrar á Færeyingum - 19.7.2009

Í gær fóru fram tveir vináttulandsleikir hjá U17 og U19 kvenna og voru Færeyingar mótherjarnir í bæði skiptin.  Íslensku liðin fóru með sigur af hómi í báðum leikjunum sem leiknir voru í Þorlákshöfn og í Hveragerði.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Svíþjóð í úrslitakeppni EM í Hvíta Rússlandi í júlí 2009

Tap hjá U19 kvenna gegn Englandi - 19.7.2009

Stelpurnar í U19 kvenna töpuðu í dag fyrir Englendingum í úrslitakeppni EM sem fram fer í Hvíta Rússlandi.  Lokatölur urðu 4-0 Englendingum í vil eftir að staðan í leikhléi hafði verið 2-0.  Stelpurnar hafa því lokið leik í keppninni og halda heim á leið á morgun.

Lesa meira
 
Frá æfingu kvennalandsliðsins í Colchester fyrir vináttulandsleikinn gegn Englandi

Ekki lágu Danir í því! - 19.7.2009

Danir lögðu Íslendinga með tveimur mörkum gegn einu í vináttulandsleik kvennalandsliða þjóðanns sem fram fór í Englandi í dag.  Öll mörk leiksins komu á fyrstu 12 mínútum leiksins og þrátt fyrir stórsókn íslenska liðsins tókst stelpunum ekki að jafna.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Svíþjóð í úrslitakeppni EM í Hvíta Rússlandi í júlí 2009

Ísland  England hjá U19 kvenna - Textalýsing - 19.7.2009

Í dag kl. 14:00 mætast Ísland og England í úrslitakeppni EM U19 kvenna en leikið er í Hvíta Rússlandi.  Þetta er leikur í lokaumferð riðlakeppninnar. Ólafur Þór Guðbjörnsson hefur tilkynnt byrjunarlið sitt og má sjá það hér að neðan. Fylgst verður með leiknum með textalýsingu hér á síðunni.

 
Frá æfingu kvennalandsliðsins í Colchester fyrir vináttulandsleikinn gegn Englandi

Ísland - Danmörk hefst kl. 13:30 - Textalýsing - 19.7.2009

Í dag mætast Ísland og Danmörk í vináttulandsleik og verður leikið í Englandi.  Leikurinn hefst kl. 13:30 en ekki kl. 13:00 eins og áætlað hafði verið í fyrstu en íslenska liðið tafðist í mikilli umferð á leiðinni á leikstað.  Fylgst verður með leiknum hér á síðunni með textalýsingu.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög