Landslið

Byrjunarlið U17 karla gegn Svíum á Norðurlandamótinu í Þrándheimi 2009.  Sigur vannst í leiknum, 2-0

Góður sigur á Svíum hjá U17 karla - 29.7.2009

Strákarnir í U17 unnu góðan sigur á jafnöldrum sínum frá Svíþjóð í dag á opna Norðurlandamótinu.  Leikið er í Þrándheimi og sigruðu Íslendingar með tveimur mörkum gegn engu.  Bæði mörk leiksins komu undir lok fyrri hálfleiks og var það Bjarni Gunnarsson sem skoraði bæði mörk Íslands.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Svíþjóðar

Svíar tilkynna hópinn fyrir úrslitakeppnina - 29.7.2009

Sænski landsliðsþjálfarinn, Thomas Dennerby, hefur tilkynnt landsliðshóp sinn fyrir úrslitakeppnina í Finnlandi.  Svíar leika í C riðli keppninnar og leika þar gegn Englandi, Rússlandi og Ítalíu.  Nokkrir liðsfélagar íslenskra landsliðsmanna eru þar á meðal en síðustu umferðinni í Svíþjóð fyrir úrslitakeppnina lauk á mánudag.

Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Miðasala hafin á vináttulandsleik Íslands og Slóvakíu - 29.7.2009

Opnað hefur verið fyrir miðasölu á vináttulandsleik Íslands og Slóvakíu en hann fer fram á Laugardalsvellinum, miðvikudaginn 12. ágúst kl. 19:00.  Þetta er síðasti undirbúningsleikur liðsins fyrir leikinn gegn Noregi en þar lýkur íslenska liðið þátttöku sinni í riðlakeppni fyrir HM 2010.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

Leikið við Svía í dag hjá U17 karla - 29.7.2009

Íslenska U17 karlalandsliðið tekur nú þátt í Norðurlandamóti U17 karla og fer það fram í Noregi.  Fyrsti leikur liðsins var gegn Skotum í gær og unnu Skotarnir með tveimur mörkum gegn einu.  Í dag verður leikið gegn Svíum og hefur Gunnar Guðmundsson tilkynnt byrjunarliðið í leiknum.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög