Landslið
Kvennalandslið Frakklands - Mynd af www.fff.fr

Markalaust jafntefli hjá Þjóðverjum gegn Japan

Sigurður Ragnar verður í Frakklandi þegar heimastúlkur taka á móti Japan

30.7.2009

Þýskaland og Japan gerðu í gær markalaust jafntefli í vináttulandsleik kvenna sem fram fór í Mannheim í Þýskalandi.  Þýska liðið leikur sem kunnugt er með því íslenska í riðli í úrslitakeppni EM í Finnlandi.

Japanska liðið færir sig nú til Frakklands þar sem það mætir öðrum mótherjum Íslendinga í riðlakeppninni.  Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari íslenska liðsins, mun verða þar á leiknum sem fer fram á laugardaginn.  Ísland og Frakkland mætast svo í Tampere, mánudaginn 24. ágúst í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.  Þetta er því kjörið tækifæri fyrir Sigurð Ragnar að skoða franska liðið sem að hann þekkir þó nokkuð vel eftir hörku viðureignir í undankeppninni.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög