Landslið

Byrjunarlið U17 karla gegn Svíum á Norðurlandamótinu í Þrándheimi 2009.  Sigur vannst í leiknum, 2-0

Sigur á Finnum hjá U17 karla - 31.7.2009

Strákarnir í U17 karla unnu góðan sigur á Finnum í lokaumferð riðakeppni opna Norðurlandamótsins en leikið er í Þrándheimi.  Strákarnir skoruðu fjögur mörk gegn einu Finna og komu öll mörkin í síðari hálfleik.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrtökumót KSÍ fyrir stúlkur fæddar árið 1994 - 31.7.2009

Úrtökumót KSÍ fyrir stúlkur fæddar árið 1994 fer fram að Laugarvatni 7. - 9. ágúst.   Tæplega 40 leikmenn frá félögum víðs vegar af landinu hafa verið boðaðir.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Frítt fyrir yngri iðkendur, öryrkja og ellilífeyrisþega á Ísland - Slóvakía - 31.7.2009

KSÍ hefur ákveðið að bjóða yngri iðkendum aðildarfélaga sinna sem og öryrkjum og ellilífeyrisþegum, ókeypis aðgang að vináttulandsleik Íslands og Slóvakíu sem fram fer á Laugardalsvelli 12. ágúst næstkomandi kl. 19:00. 

Lesa meira
 
Fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, Tony Knapp

Tony Knapp mótaði landsliðsþjálfara Noregs - 31.7.2009

Á næstu dögum munu birtast umfjallanir um þau lið er leika í úrslitakeppni EM kvenna í Finnlandi sem hefst 23. ágúst næstkomandi.  Þessar umfjallanir eru í formi myndbanda en þar er rætt við lykilmenn og þjálfara liðanna ásamt því að fjallað er um liðin á ýmsan hátt.

Lesa meira
 
Merki úrslitakeppni EM kvenna 2009 sem fram fer í Finnlandi

Þýski hópurinn tilbúinn fyrir Finnland - 31.7.2009

Silvia Neid, landsliðsþjálfari Þjóðverja, hefur tilkynnt þá 22 leikmenn sem leika í úrslitakeppni EM kvenna í Finnlandi.  Þýska liðið, sem flestir telja það sigurstranglegasta, er leikreynt en 16 leikmenn hópsins voru í liðinu sem varð heimsmeistari í Kína fyrir tveimur árum.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 karla gegn Svíum á Norðurlandamótinu í Þrándheimi 2009.  Sigur vannst í leiknum, 2-0

U17 karla leikur við Finnland - Byrjunarliðið - 31.7.2009

Í dag kl. 14:00 leikur íslenska U17 karlalandsliðið lokaleik sinn í riðlakeppni Norðurlandamótsins sem fer fram í Þrándheimi þessa dagana.  Mótherjarnir í dag eru Finnar og hefur Gunnar Guðmundsson tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög