Landslið
Byrjunarlið U17 karla gegn Svíum á Norðurlandamótinu í Þrándheimi 2009.  Sigur vannst í leiknum, 2-0

Strákarnir höfnuðu í fjórða sæti á Norðulandamótinu

Tap gegn heimamönnum í Noregi í hörkuleik

3.8.2009

Strákarnir í U17 höfnuðu í fjórða sæti á opna Norðurlandamótinu sem fram fór í Þrándheimi í Noregi.  Í leiknum um þriðja sætið töpuðu strákarnir gegn heimamönnum í hörkuleik, 3 - 5, eftir að Norðmenn leiddu í hálfleik með tveimur mörkum gegn engu.

Norðmenn voru þar með krýndir Norðurlandameistarar en það voru Englendingar og Skotar sem léku til úrslita á mótinu og sigruðu Englendingar með þremur mörkum gegn einu og þurfti framlengingu til.  Danir lögðu Svía í leik um fimmta sætið og Finnar báru sigurorð af Færeyingum í leik um sjöunda sætið.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög