Landslið

Merki HM kvenna í Þýskalandi 2011

Austurrískt dómaratríó á Ísland-Serbía - 12.8.2009

A landslið kvenna leikur fyrsta leik sinn í undankeppni HM 2011 á laugardag, þegar liðið tekur á móti Serbum á Laugardalsvellinum kl. 14:00.  Dómaratríóið á leiknum á laugardag kemur frá Austurríki. 

Lesa meira
 
Kristján Örn Sigurðsson í landsleik gegn Spánverjum á Laugardalsvelli í september 2007

1-1 jafntefli gegn Slóvökum - 12.8.2009

Ísland og Slóvakía skildu jöfn í vináttulandsleik þjóðanna í Laugardalnum í kvöld.  Lokatölur leiksins urðu 1-1 og gátu bæði lið verið nokkuð sátt með sinn hlut.  Kristján Örn Sigurðsson skoraði mark Ísland í leiknum, jafnaði metin í síðari hálfleik með hörkuskalla. Lesa meira
 
Merki U21 karla

Tveggja marka tap gegn Tékkum á KR-vellinum - 12.8.2009

U21 landslið karla tapaði fyrir Tékkum í undankeppni EM 2011 á KR-vellinum í dag.  Tékkar skoruðu tvö mörk í seinni hálfleik og reyndust það einu mörk leiksins.  Tékkar eru því með fullt hús stiga í riðlinum eftir tvo leiki og hafa ekki fengið á sig mark.

Lesa meira
 
Heiðar Helguson

Ólafur hefur tilkynnt byrjunarliðið gegn Slóvökum - 12.8.2009

Ólafur Jóhannesson, þjálfari A-landsliðs karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir vináttulandsleikinn gegn Slóvakíu á Laugardalsvelli í kvöld.  Sölvi Geir Ottesen Jónsson verður í miðverðinum, Ólafur Ingi Skúlason kemur inn á miðjuna og Heiðar Helguson í framherjastöðuna.

Lesa meira
 
Merki U21 karla

Byrjunarlið U21 karla gegn Tékkum - 12.8.2009

U21 landslið karla hefur leik í undankeppni EM í dag, þegar liðið mætir Tékkum á KR-velli kl. 15:30.  Aðeins einum leik í riðlinum er lokið, þar sem Tékkar unnu 8-0 stórsigur á San Marínó í júní.  Eyjólfur Sverrisson, þjálfari íslenska liðsins, hefur tilkynnt byrjunarliðið.

Lesa meira
 
Ásta Árnadóttir

Ásta Árna sýnir heljarstökks-innköstin sín á uefa.com - 12.8.2009

Ásta Árnadóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins og ein af EM stelpunum okkar, er kynnt sérstaklega á Training Ground kennsluvefnum hjá uefa.com.  Um er að ræða kennsluefni og er Ásta að sýna hvernig hún tekur hin frægu heljarstökks-innköst sín. Lesa meira
 
Eiður Smári í leik gegn Azerbaijan

Ísland - Slóvakía í dag kl. 19:00 - 12.8.2009

Í dag, miðvikudag kl. 19:00, mætast á Laugardalsvelli Ísland og Slóvakía en um er að ræða vináttulandsleik á milli þjóðanna.  Miðasala á leikinn er í fullum gangi í miðasölukerfi hjá midi.is.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög