Landslið

EM stelpurnar okkar

Hverjar velur þú í draumaliðið í þitt? - 18.8.2009

Á heimasíðu UEFA má finna draumaliðsleik fyrir úrslitakeppni EM kvenna sem hefst í Finnlandi næstkomandi sunnudag.  Þátttakendur velja þá sitt draumalið og fá stig í samræmi við frammistöðu sinna leikmanna í keppninni.

Lesa meira
 
Frá gerð auglýsingu fyrir Mænuskaðstofnun

Stelpurnar í auglýsingu fyrir Mænuskaðastofnun - 18.8.2009

Mænuskaðastofnun er sjálfseignarstofnun sem hefur það að markmiði sínu að stuðla að því með öllum tiltækum ráðum að lækning á mænuskaða verði að veruleika.  Stofnunin leitaði til nokkurra landsliðskvenna til þess að vekja athygli á starfsemi stofnunarinnar og var það auðsótt mál.

Lesa meira
 
Hólmfríður Magnúsdóttir í búningi landsliðsins sem leikið verður í gegn Frökkum.

Sérmerktir búningar landsliðsins fyrir Finnland - 18.8.2009

Búningar landsliðsins í Finnlandi verða sérmerktir hverjum leik í riðlakeppni úrslitakeppninnar.  Kemur fram heiti leiksins, leikdagur og leikstaður sem og að fornafn leikmanna verður aftan á treyjunni.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög