Landslið

Merki úrslitakeppni EM kvenna 2009 sem fram fer í Finnlandi

EM í beinni í þremur heimsálfum - 21.8.2009

Úrslitakeppni EM-kvennalandsliða verður í beinni útsendingu í þremur heimsálfum.  Í flestum tilfellum eru sjónvarpsstöðvar að kaupa sýningarréttinn að ákveðnum leikjum í keppninni, en ein stöð, Eurosport, sýnir alla leiki keppninnar beint.  RÚV sýnir beint frá keppninni á Íslandi.

Lesa meira
 
KSÍ 210809 003

Drógu út vinningshafa í EM-leik Fríhafnarinnar - 21.8.2009

Eins og kunnugt er hélt kvennalandslið Íslands til Finnlands á föstudagsmorgunn, þar sem liðið leikur í úrslitakeppni  EM.  Áður en stelpurnar héldu í flugvélina drógu þær út vinningshafa í EM-leik Fríhafnarinnar, sem m.a. var auglýstur á emstelpurnar.is.

Lesa meira
 
Hjaltalín og stelpurnar á æfingu

Hjaltalín mætti á síðustu æfinguna - 21.8.2009

Síðasta æfing stelpnanna hér á landi fyrir úrslitakeppnina fór fram í gær og þá mættu liðsmenn hljómsveitarinnar Hjaltalín færandi hendi.  Gáfu þeir hópnum 30 eintök á nýjasta disknum sínum en Hjaltalín mun vera með tónleika í Finnlandi á meðan riðlakeppninni stendur.  Lesa meira
 
Stelpurnar okkar á flugvellinum í Keflavík

Stelpurnar héldu utan í morgun - 21.8.2009

Eldsnemma í morgun hélt landsliðshópurinn til Finnlands en fyrsti leikur íslenska liðsins verður á mánudaginn gegn Frökkum.  Leikmennirnir eru 22 og þar fyrir utan eru 14 manns, sem koma að liðinu á einn eða annan hátt, sem einnig fóru nú í morgun.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög