Landslið

Ólafur Jóhannesson fagnar sigri gegn Makedóníu

Auðvitað eru allir leikir mikilvægir! - 1.9.2009

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari karla, valdi í dag 22 leikmenn til tveggja verkefna sem framundan eru.  Annars vegar er leikur gegn Norðmönnum í undankeppni HM á laugardaginn og hins vegar vináttuleikur gegn Georgíu á miðvikudaginn. Báðir leikirnir verða spilaðir á Laugardalsvelli.  Heimasíðan hitti Ólaf í dag og spjallaði við hann um komandi verkefni.

Lesa meira
 
Frá undirritun samstarfssamning Icelandair og KSÍ

Nýr samstarfssamningur KSÍ og Icelandair undirritaður - 1.9.2009

Knattspyrnusamband Íslands og Icelandair undirrituðu í dag samkomulag um áframhaldandi samstarf til næstu fjögurra ára (2010-2013).  Í samningnum felst stuðningur Icelandair við starfsemi KSÍ á öllum sviðum og nær samningurinn m.a. til allra landsliða Íslands

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Miðar fyrir handhafa A-passa á Ísland - Noregur - 1.9.2009

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Noregur afhenta fimmtudaginn 3. september frá kl. 10:00 - 16:00. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis. Lesa meira
 
Byrjunarlið U19 karla er sigraði Ísrael með einu marki gegn engu í milliriðli fyrir EM 2008

Vináttulandsleikir gegn Skotum hjá U19 karla - 1.9.2009

Kristinn Rúnar Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið hóp fyrir 2 vináttulandsleiki gegn Skotum.  Leikið verður ytra og fara leikirnir fram mánudaginn 7. september og miðvikudaginn 9. september.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U21 karla gegn Tékkum á KR velli 12. ágúst 2009.  Tékkar sigruðu með tveimur mörkum gegn engu.

Hópurinn valinn hjá U21 karla fyrir Norður Írland - 1.9.2009

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur tilkynnt hóp sinn er mætir Norður Írum ytra þann 8. september næstkomandi.  Þetta er annar leikur liðsins í riðlakeppninni en Íslendingar töpuðu gegn Tékkum í fyrsta leik sínum. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Hollandi á Laugardalsvelli 6. júní 2009 í undankeppni HM 2010

Landsliðshópurinn fyrir leiki gegn Noregi og Georgíu - 1.9.2009

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt hópinn fyrir 2 landsleiki á næstu dögum.  Laugardaginn 5. september leikur Ísland við Noreg á Laugardalsvelli og er leikurinn lokaleikur Íslands í undankeppni fyrir HM 2010.  Miðasala á leikinn er í fullum gangi og fer fram, sem fyrr, í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is.

Lesa meira
 
uefa

8-liða úrslitin á fimmtudag og föstudag - 1.9.2009

Lokaumferð C-riðils í úrslitakeppni EM kvennalandsliða í Finnlandi fór fram á mánudag.  Ítalir lögðu Rússa og eru því komnir í 8-liða úrslit, ásamt Englandingum, sem gerðu jafntefli við Svía.  Leikir í 8-liða úrslitum fara fram á fimmtudag og föstudag.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög