Landslið

A landslið karla

Hermann ekki með gegn Noregi og Georgíu - 2.9.2009

Hermann Hreiðarsson mun ekki verða með í landsleikjunum sem framundan eru gegn Noregi og Georgíu.  Hermann á við meiðsli að stríða og varð endanlega ljóst nú í kvöld að þessi meiðsli koma í veg fyrir að hann verði með í þessum landsleikjum. Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 kvenna gegn Hollandi á NM U17 kvenna

U17 kvenna hefur leik á föstudag í riðlakeppni EM - 2.9.2009

Dagana 4. - 9. september hefst keppni í riðlakeppni EM U17 kvenna en riðill Íslands fer fram hér á landi.  Mótherjar Íslendinga í þessari riðlakeppni verða Þjóðverjar, Frakkar og Ísraelar.  Fyrsti leikur Íslands fer fram á Vodafonevellinum á föstudaginn og hefst kl. 15:00.

Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Von á um 1000 Norðmönnum á leikinn - 2.9.2009

Von er á um 1000 Norðmönnum á landsleik Íslands og Noregs á Laugardalsvellinum á laugardaginn.  Búist má við mikilli stemningu hjá rauðklæddum Norðmönnum og er ljóst að ærið verkefni bíður íslenskra áhorfenda líkt og leikmanna. Lesa meira
 
U17 landslið karla

Úrtakshópur hjá U17 karla á æfingum - 2.9.2009

Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið leikmenn til úrtaksæfinga um komandi helgi.  Gunnar valdi 27 leikmenn til þessara æfinga og fara æfingarnar fram á Tungubökkum í Mosfellsbæ. Lesa meira
 
Plakat heimildarmyndarinnar Stelpurnar OKKAR

Síðustu forvöð að sjá Stelpurnar okkar - 2.9.2009

Nú eru allra síðustu forvöð að sjá heimildarmyndina "Stelpurnar okkar" en sýningum verður hætt núna 3. september.  Almennt verð á myndina er 1100 krónur en með því að gefa upp kóðann HZ88 í miðasölu Háskólabíós, fæst miðinn á 750 krónur. Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög