Landslið

uefa

Þjóðverjar og Norðmenn í undanúrslit á EM - 4.9.2009

Þjóðverjar og Norðmenn tryggðu sér í dag, föstudag, sæti í undanúrslitum á EM kvennalandsliða, sem fer eins og kunnugt er fram í Finnlandi.  Bæði þessi lið voru með Íslandi í B-riðli og bæði lögðu íslenska liðið með sömu markatölu, 1-0.

Lesa meira
 
Icelandair

Getur þú hitt þverslána frá vítateigslínu? - 4.9.2009

Í hálfleik á viðureign Íslands og Noregs í undankeppni HM 2010, sem fram fer á laugardag, munu þrír heppnir vallargestir Laugardalsvallar fá tækifæri til að spreyta sig í erfiðri þraut. Þeir munu reyna að hitta slána og vinna ferð fyrir tvo til útlanda. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Mætum snemma á völlinn og öll bláklædd - 4.9.2009

Eins og kunnugt er mætast Ísland og Noregur á Laugardalsvelli á laugardag kl. 18:45.  Þetta er lokaleikur íslenska liðsins í undankeppni HM 2010.  Fólk er hvatt til að mæta snemma á völlinn til að lenda ekki í biðröð utan við leikvanginn.  Mætum öll í bláum fötum og litum stúkuna bláa!

Lesa meira
 
Merki HM 2010 í Suður Afríku

Rúmenskur dómarakvartett - 4.9.2009

Það verða Rúmenar sem dæma viðureign Íslands og Noregs í undankeppni HM 2010 á laugardag.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli og hefst kl. 18:45.  Dómarinn heitir Alexander Tudor.

Lesa meira
 
Ísland - Þýskaland í EM U17 kvenna 4. september 2009.  Leiknum lauk með markalausu jafntefli

Frækilegt jafntefli Íslendinga gegn Evrópumeisturum Þjóðverja - 4.9.2009

Keppni í riðlakeppni EM U17 kvenna hófst í dag og er fyrsti riðillinn leikinn hér á landi.  Íslensku stelpurnar gerðu markalaust jafntefli við Evrópumeistara Þjóðverja á Vodafonevellinum á meðan Frakkar unnu stórsigur á Ísrael á KR vellinum.

Lesa meira
 
uefa

England og Holland í undanúrslit - 4.9.2009

Átta liða úrslitin á EM kvennalandsliða hófust á fimmtudag með fyrri tveimur leikjunum.  Englendingar og Hollendingar komust áfram með því að leggja andstæðinga sína í tveimur hörkuleikjum, en ólíkum þó.

Lesa meira
 
FIFA - My game is fair play

Háttvísidagar FIFA 2009 - 4.9.2009

FIFA stendur nú fyrir sérstökum háttvísidögum í 13. sinn, en þeir voru fyrst haldnir árið 1997.  Að þessu sinni urðu dagarnir 5. til 9. september fyrir valinu, en á því tímabili eru einmitt tveir landsleikjadagar.  Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög