Landslið

Byrjunarlið Íslands gegn Hollandi á Laugardalsvelli 6. júní 2009 í undankeppni HM 2010

Baldur og Bjarni Ólafur í hópinn fyrir Georgíuleikinn - 5.9.2009

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur valið þá Baldur Sigurðsson úr KR og Bjarna Ólaf Eiríksson úr Val í landsliðshóp sinn fyrir vináttulandsleikinn gegn Georgíu á miðvikudaginn. Koma þeir í stað Sölva Geirs Ottesen, Eiðs Smára Guðjohnsen og Brynjars Bjarnar Gunnarssonar.  Lesa meira
 
Vinningshafarnir þrír ásamt Ómari Smárasyni, markaðsstjóra KSÍ

Allir þrír hittu slána - 5.9.2009

Í hálfleik á leik Íslands og Noregs fengu reyndu þrír vallargestir að hitta markslána frá vítateig, í einni tilraun, og vinningurinn var ekki af verri endanum - flugferð fyrir tvo til útlanda, til áfangastaðar Icelandair.  Til að gera langa sögu stutta, þá gerðist hið ótrúlega! 

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Miðar fyrir handhafa A-passa á Ísland - Georgía - 5.9.2009

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland – Georgía afhenta þriðjudaginn 8. september frá kl. 10:00 - 16:00. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis.  Lesa meira
 
Flottir stuðningsmenn málaðir í fánalitunum!

Frítt fyrir yngri iðkendur, öryrkja og ellilífeyrisþega á Ísland - Georgía - 5.9.2009

KSÍ hefur ákveðið að bjóða yngri iðkendum aðildarfélaga sinna, ókeypis aðgang að vináttulandsleik Íslands og Georgíu sem fram fer á Laugardalsvelli 9. september næstkomandi kl. 19:30. 

Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Jafntefli í bráðfjörugum leik gegn Norðmönnum - 5.9.2009

Íslendingar og Norðmenn gerðu jafntefli í kvöld á Laugardalsvellinum og lauk þar með íslenska liðið keppni í undankeppni HM 2010.  Lokatölur urðu 1 - 1 og komu bæði mörkin í fyrri hálfleik.  Íslenska liðið var töluvert sterkari aðilinn í leiknum en náði ekki nýta nema eitt af fjölmörgum marktækifærum.

Lesa meira
 
Merki HM 2010 í Suður Afríku

Byrjunarliðið gegn Noregi - Leikurinn hefst kl. 18:45 - 5.9.2009

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Norðmönnum kl. 18:45 á Laugardalsvellinum.  Enn eru til miðar á leikinn en miðasala fer fram á Laugardalsvellinum.  Völlurinn sjálfur opnar kl. 17:30.  Áhorfendur eru hvattir til þess mæta tímanlega á völlinn til þess að forðast örtröð skömmu fyrir leik. Lesa meira
 
Stefán Gíslason, Ragnar Sigurðsson og Eiður Smári Guðjohnsen með treyjuna

Árituðu treyju fyrir Alexöndru Líf - 5.9.2009

Þann 14. september næstkomandi verða haldnir styrktartónleikar í Háskólabíói fyrir litla hetju, Alexöndru Líf Ólafsdóttur, sem greindist með hvítblæði árið 2005, aðeins 5 ára gömul.  Liðsmenn A-landsliðs karla tóku sig til og árituðu landsliðstreyju sem þeir gáfu Alexöndru Líf. 

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög