Landslið

Byrjunarlið Íslands gegn Hollandi á Laugardalsvelli 6. júní 2009 í undankeppni HM 2010

Georgíumenn lagðir í Laugardalnum - 9.9.2009

Íslendingar lögðu Georgíumenn í vináttulandsleik sem fram fór á Laugardalsvellinum í kvöld.  Lokatölur urðu 3 - 1 eftir að Íslendingar höfðu leitt í leikhléi, 2 - 1.  Garðar Jóhannsson, Ólafur Ingi Skúlason og Veigar Páll Gunnarsson skoruðu mörk Íslendinga í leiknum. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Ísrael U17 kvenna

Stórsigur hjá stelpunum í U17 gegn Ísrael  - 9.9.2009

Stelpurnar í U17 unnu stóran sigur á stöllum sínum frá Ísrael í dag en þjóðirnar mættust á Kópavogsvelli.  Lokatölur urðu 7 - 0 Íslandi í vil eftir að staðan hafði verið 4 - 0 í hálfleik.  Stelpurnar luku því keppni í þriðja sæti riðilsins, í þessari undankeppni EM, með fjögur stig.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

Aftur sigur gegn Skotum hjá U19 karla - 9.9.2009

U19 landslið karla gerði svo sannarlega góða ferð til Skotlands í vikunni, þar sem liðið lék tvo vináttuleiki við heimamenn, og kemur til baka til Íslands með tvo sigra í farteskinu.  Síðari leikurinn var í dag, miðvikudag, og lokatölur þess leiks urðu 3-1.

Lesa meira
 
Indriði Sigurðsson

Byrjunarliðið gegn Georgíu - 9.9.2009

Ólafur Jóhannesson, þjálfari A-landsliðs karla, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands fyrir vináttulandsleikinn gegn Georgíu á Laugardalsvelllinum í kvöld.  Ólafur gerir 6 breytingar á byrjunarliðinu frá leiknum við Noreg í undankeppni HM 2010 á laugardag. Lesa meira
 
ldv_nyr_loftmynd_nr2

Tilmæli til ökumanna í Laugardal - 9.9.2009

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu beinir þeim góðfúslegu tilmælum til ökumanna sem eiga leið um Laugardalinn að nýta þau bílastæði sem þar eru í stað þess að leggja ólöglega á eða við götur á svæðinu.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

Tvær breytingar á byrjunarliði U19 karla gegn Skotum - 9.9.2009

Tvær breytingar eru gerðar á byrjunarliði U19 landsliðs karla fyrir síðari vináttulandsleikinn gegn Skotum.  Þessi lið mættust einnig á mánudag og hafði þá íslenska liðið betur með tveimur mörkum gegn engu og skoraði Pape Mamadou Faye bæði mörk Íslands.

Lesa meira
 
blmfundurogaefing-georgia-mdminus1 007

Hefur mikla trú á sigri - 9.9.2009

Ísland mætir Georgíu í æfingaleik á Laugardalsvellinum kl. 19:30 í kvöld og í tilefni þess var haldinn blaðamannafundur á Hilton Reykjavík Nordica í gær.  Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari hefur mikla trú á að íslenska liðið geti unnið sigur í leiknum.

Lesa meira
 
Matteo Treffoloni

Ítalskt dómaratríó á Ísland-Georgía - 9.9.2009

Ítalskt dómaratríó verður á vináttulandsleik Íslands og Georgíu, en liðin mætast á Laugardalsvelli í kvöld, miðvikudagskvöld, og hefst leikurinn kl. 19:30.  Fjórði dómarinn er hins vegar íslenskur, sem og eftirlitsmaðurinn.

Lesa meira
 
blmfundurogaefing-georgia-mdminus1 013

Góð stemmning á lokaæfingunni fyrir Georgíuleikinn - 9.9.2009

Það var góð stemmning á síðustu æfingu landsliðsins fyrir vináttulandsleikinn gegn Georgíu, en liðin mætast á Laugardalsvelli í kvöld, miðvikudagskvöld.  Hópurinn er þó nokkuð breyttur frá því í síðustu viku, fyrir leikinn gegn Norðmönnum í undankeppni HM 2010. 

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög