Landslið

Hilda McDermott

Dómaratríó frá Írlandi á leik Íslands og Eistlands - 15.9.2009

Dómaratríóið á viðureign Íslands og Eistlands í undankeppni HM kvennalandsliða, sem fram fer á Laugardalsvelli á fimmtudagskvöld kl. 20:00, kemur frá Írlandi.  Fjórði dómarinn er íslenskur.  Eftirlitsmaður UEFA er frá Litháen.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

Úrtaksæfingar fyrir U17 karla á Tungubökkum um helgina - 15.9.2009

Gunnar Guðmundsson, þjálfari U17 landsliðs karla, hefur boðað 25 leikmenn á úrtaksæfingar um komandi helgi.  Æft verður á Tungubökkum í Mosfellsbæ og koma leikmennirnir frá félögum víðs vegar af landinu.

Lesa meira
 
UEFA

Dregið í riðla fyrir EM 2012 þann 7. febrúar 2010 - 15.9.2009

Þann 7. febrúar 2010 verður dregið í riðla fyrir undankeppni Evrópumóts karlalalandsliða 2012, sem fram fer í Póllandi og Úkraínu.  Drátturinn fer fram í miðstöð menningar og vísinda í Varsjá í Póllandi.  Sextán lið komast í úrslitakeppnina.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög