Landslið
Byrjunarlið Íslands gegn Portúgal í undankeppni EM U19 kvenna í september

U19 kvenna leikur gegn Rúmeníu - Byrjunarliðið tilbúið

Síðasti leikur íslenska liðsins í riðlakeppninni

24.9.2009

Stelpurnar í U19 leika í dag gegn Rúmeníu í riðlakeppni EM U19 kvenna en leikið er í Portúgal.  Íslenska liðið er með fjögur stig eftir 2 leiki eins og það svissneska en Rúmenía hefur þrjú stig.  Jafntefli tryggir íslenska liðinu sæti í milliriðlum.

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt í leiknum og er það óbreytt frá því í jafnteflinu gegn Sviss.

Byrjunarlið Íslands:

Markvörður: Birna Berg Haraldsdóttir

Aðrir leikmenn: Andrea Ýr Gústavsdóttir, Silvía Rán Sigurðardóttir fyrirliði, Arna Ómarsdóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Arna Sif Ásgrímsdóttir, Katrín Ásbjörnsdóttir, Kristín Erna Sigurlásdóttir, Sigrún Inga Ólafsdóttir og Þórhildur Stefánsdóttir.

Leikurinn hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma og hægt er að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á heimasíðu UEFA, www.uefa.com.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög