Landslið

Merki FIFA

Landsleikir á þriðjudögum í stað miðvikudaga - 30.9.2009

Framkvæmdastjórn FIFA fundaði í gær í Ríó og meðal þeirra ákvarðana sem þar voru teknar var að framvegis yrðu landsleikjadagar á þriðjudögum í stað miðvikudaga áður.  Einnig ítrekaði framkvæmdastjórnin áherslur sínar og dagsetningar varðandi TMS félagaskiptakerfið.

Lesa meira
 
Ólafur Jóhannesson fagnar sigri gegn Makedóníu

Ólafur Jóhannesson ráðinn til ársloka 2011 - 30.9.2009

Knattspyrnusamband Íslands framlengdi í dag samning við Ólaf Jóhannesson sem landsliðsþjálfara A landsliðs karla og gildir samningurinn til ársloka 2011.  Nýr samningur þess efnis var undirritaður í dag í höfuðstöðvum KSÍ.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Wales í undankeppni EM í september 2009

Strákarnir í U17 leika við Rússa - Byrjunarliðið tilbúið - 30.9.2009

Strákarnir í U17 leika gegn Rússum í dag í undankeppni EM en leikið er í Wales.  Leikurinn hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma og hefur Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Hollandi á Laugardalsvelli 6. júní 2009 í undankeppni HM 2010

Vináttulandsleikur við Suður Afríku - Hópurinn tilkynntur - 30.9.2009

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt hópinn sem mætir Suður Afríku í vináttulandsleik á Laugardalsvelli þriðjudaginn 13. október kl. 18:10.  Ísland og Suður Afríka hafa tvisvar áður mæst hjá A landsliðum karla.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög