Landslið
Byrjunarlið U17 karla gegn Rússum í undankeppni EM 2009 í september 2009

Jafntefli hjá U17 karla gegn Rússum

Síðasti leikur riðilsins gegn Bosníu á laugardaginn

1.10.2009

Strákarnir í U17 gerðu í gærkvöldi jafntefli gegn Rússum í undankeppni EM en leikið er í Wales.  Lokatölur urðu 1 - 1 eftir að Rússar höfðu leitt í leikhléi.  Kristján Gauti Emilsson jafnaði metin fyrir Ísland í síðari hálfleik.

Lokaleikur liðsins í riðlinum verður gegn Bosníu og fer hann fram á laugardaginn.  Í hinum leik riðilsins í gær gerðu Wales og Bosnía jafntefli, 2 - 2.  Tvær efstu þjóðirnar tryggja sér sæti í milliriðlum og er möguleiki Íslands vissulega fyrir hendi.  Einnig komast þær tvær þjóðir sem eru með bestan árangur í þriðja sæti áfram en riðlarnir eru þrettán talsins.

Riðill Íslands


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög