Landslið
Byrjunarlið U21 karla gegn Tékkum á KR velli 12. ágúst 2009.  Tékkar sigruðu með tveimur mörkum gegn engu.

Hópurinn valinn hjá U21 karla fyrir tvo leiki

Leikið verður við San Marínó og Norður Írar hér á landi

2.10.2009

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hóp sinn er mætir Norður Írlandi og San Marínó í undankeppni EM og fara báðir leikirnir fram hér á landi.  San Marínó verða mótherjarnir á Akranesvelli, föstudaginn 9. október og Norður Írar mæta til leiks á Grindavíkurvöll, þriðjudaginn 13. október.  Báðir leikirnir hefjast kl. 15:00.

Eyjólfur velur að þessu sinni 20 leikmenn í hópinn en þeir Rúrik Gíslason og Aron Einar Gunnarsson munu einungis leika fyrri leikinn þar sem þeir eru í A landsliðinu sem mætir Suður Afríku 13. október.

Tveir leikmenn eru í hópnum sem hafa ekki leikið áður fyrir U21karla, þeir Kristinn Steindórsson úr Breiðabliki og Jóhann Laxdal úr Stjörnunni.

Hópurinn


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög