Landslið
Byrjunarlið U17 karla gegn Rússum í undankeppni EM 2009 í september 2009

Jafntefli gegn Bosníu í lokaleik hjá U17 karla

Enn möguleiki á að komast í milliriðla

4.10.2009

Strákarnir í U17 gerðu jafntefli í gær við Bosníu í lokaleik liðsins í undankeppni EM en leikið var í Wales.  Lokatölur urðu 1 -1 en Bosníumenn höfðu eins marks forystu í leikhléi.  Íslenska liðið lék manni færra allan síðari hálfleikinn eftir að þeir misstu mann af velli vegna tveggja áminninga undir lok fyrri hálfleiks.

Bjarni Gunnarsson jafnaði metin í síðari hálfleik í þessum hörkuleik en riðillinn var ákaflega jafn og bar lítið á milli liðanna í riðlinum.  Wales lagði Rússa í hinum leik riðilsins og skoruðu þar 2 mörk á lokamínútunum eftir að Rússar urðu tveimur færri.

Íslenska liðið endaði í þriðja sæti riðilsins en tvær efstu þjóðirnar, Wales og Bosnía, komast áfram í milliriðla.  Enn er þó möguleiki fyrir íslenska liðið að komast áfram en tvær þjóðir með bestan árangur í þriðja sæti komast áfram.  Er þá einungis teknir með leikir gegn tveimur efstu þjóðunum í riðlinum og í þeim fékk Ísland 1 stig og er með markatöluna 3 - 4.  Riðlarnir eru 13 talsins og er nokkrum þeirra þegar lokið og er Ísland áfram eins og staðan er núna.

Riðill Íslands

Keppnin á uefa.com


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög