Landslið
U21 landslið karla

Breytt um leikvöll hjá U21 karla á morgun

Leikið verður á Laugardalsvelli í stað Akranessvallar

8.10.2009

Vegna óhagstæðrar veðurspár hefur verið ákveðið að færa leik Íslands og San Marínó í undankeppni EM.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli kl. 19:00 á morgun, föstudaginn 9. október, en ekki á Akranesvelli kl. 15:00 eins áætlað var í fyrstu.

Þetta er þriðji leikur íslenska liðsins í riðlinum en þrjú stig eru í höfn eftir góðan sigur á Norður Írum í síðasta mánuði.  Strákarnir verða svo aftur á ferðinni á þriðjudaginn þegar liðið mætir Norður Írum á Grindavíkurvelli kl. 15:00.

Riðill Íslands


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög